Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

402/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð um lögreglustjórasáttir nr. 250 29. júní 1992. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um lögreglustjórasáttir, nr. 250 29. júní 1992.

 

1. gr.

Í stað "kr. 75.000" í 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: kr. 100.000, og í stað "kr. 25.000" kemur: kr. 35.000.

2. gr.

2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Um brot á umferðarlögum gilda ákvæði reglugerðar um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 1. og 4. mgr. 115. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19 26. mars 1991, sbr. lög nr. 57 22. maí 1997, öðlast gildi 1. júlí 1997.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 27. júní 1997.


Þorsteinn Pálsson.
Benedikt Bogason.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica