Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

439/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skráningu ökutækja, nr. 78 30. janúar 1997. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð um skráningu ökutækja,

nr. 78 30. janúar 1997.

1. gr.

Við 2. gr. í viðauka bætist nýr liður í stafrófsröð:

Tækniþjónusta:

Stofnun eða aðili sem er útnefndur til að annast prófanir á prófunarstofu eða skoðanir fyrir hönd viðurkenningaryfirvalds í aðildarríki Evrópska efnahagssvæðissins.

2. gr.

Á eftir orðinu _ökutækisins" í a-lið 1. tölul. 22. gr. í viðauka bætist: eða tækniþjónustu".

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 60., 64. og 67. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 16. júlí 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica