1. gr.
Dómsmálaráðherra skipar Umferðarráð til þriggja ára í senn.
2. gr.
Dómsmálaráðherra skipar tvo fulltrúa í Umferðarráð án tilnefningar. Skal annar þeirra vera formaður ráðsins og hinn varaformaður.
Enn fremur eiga eftirgreindir aðilar rétt á að tilnefna einn fulltrúa í Umferðarráð og annan til vara:
Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra
Bindindisfélag ökumanna
Bílgreinasambandið
dóms- og kirkjumálaráðuneytið
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
heilbrigðis- og tyggingamálaráðuneytið
Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga
Landssamband vörubifreiðastjóra
lögreglustjórinn í Reykjavík
menntamálaráðuneytið
Reykjavíkurborg
ríkislögreglustjóri
Samband íslenskra sveitarfélaga
Samband íslenskra tryggingafélaga
Skráningarstofan hf.
Slysavarnafélag Íslands
Vegagerðin
Ökukennarafélag Íslands
Öryrkjabandalag Íslands
3. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 2. mgr. 112. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 138 18. desember 1996, öðlast gildi 4. febrúar 1997. Tilnefningarréttur ríkislögreglustjóra tekur þó ekki gildi fyrr en 1. júlí 1997.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 30. janúar 1997.
Þorsteinn Pálsson.
Ólafur W. Stefánsson.