Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegsráðuneyti

718/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 439, 16. maí 2007, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður svohljóðandi:
Hafi framangreind skilyrði fyrir úthlutun aflamarks sem koma á til úthlutunar til fiskiskips á grundvelli reglugerðar þessarar ekki verið uppfyllt 31. desember 2007 fellur niður úthlutun þeirra aflaheimilda sem óráðstafað er og skal Fiskistofa úthluta þeim aflaheimildum til annarra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun í viðkomandi byggðarlagi í samræmi við skiptingu samkvæmt viðeigandi úthlutunarreglum.

2. gr.

Nýtt ákvæði til bráðabirgða bætist við reglugerðina, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 10. gr. er heimilt að úthluta aflaheimildum samkvæmt reglugerð nr. 440/2007, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga, til einstakra skipa til 31. desember 2007. Aflamark sem úthlutað er eftir 1. september 2007 tilheyrir fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2007.

3. gr.

Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda fyrir fiskveiðiárin 2006/2007 og 2007/2008.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 3. ágúst 2007.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Sigríður Norðmann.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica