Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

443/2008

Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1911/2005, frá 23. nóvember 2005, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2006, frá 8. júlí 2006, og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1231/2006, frá 16. ágúst 2006, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 11/2007, frá 28. apríl 2007, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Ofangreindar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.

3. gr.

Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1911/2005 kemur viðauki þeirrar reglugerðar í stað undirkafla 6.1. Prógestagen, kafla 6. Lyf sem virka á æxlunarfæri, í I. viðauka. Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1231/2006 kemur I. viðauki þeirrar reglugerðar í stað undirkafla 1.2.2. Sefalósporin, undirkafla 1.2. Sýklalyf, kafla 1. Sýkingarlyf í I. viðauka og II. viðauki þeirrar reglugerðar í stað kafla 3. í II. viðauka reglu­gerðar nr. 653/2001.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 13. maí 2008.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica