Landbúnaðarráðuneyti

667/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 260/1980 um útbúnað alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 260/1980 um útbúnað alifuglasláturhúsa,
slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun.

 

1. gr.

                7. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

                Til pökkunar á afurðum má einungis nota hreinar, nýjar og hentugar umbúðir, sem hvorki spilla eða lýta vöruna, en verja afurðir óhreinindum og koma í veg fyrir hvers konar mengun við geymslu og dreifingu.

                Afurðir skulu merktar í samræmi við reglugerð nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla. Á umbúðir skal skrá upplýsingar um varúðarráðstafanir sem gera skal við matreiðslu og að fuglinn skuli ávallt vera borinn fram vel steiktur eða vel soðinn. Ef fleiri einingum er pakkað saman í kassa eða öskjur, skal auðkenna umbúðir eftir því hvaða afurðir þær hafa að geyma.

                Ófrystar sláturafurðir alifugla sem boðnar eru til sölu, skulu vera af sláturfuglum þar sem staðfest hefur verið með sýnatöku a.m.k. einu sinni á eldistímanum, að ekki hafi greinst salmonella í fuglunum.

                Heimilt er að pakka vel hreinsuðum innyflum, þ.e. lifur, hjarta, fóarni og hálsi í hreinan plastpoka og setja þær með heilum sláturafurðum. Slíkar afurðir skulu sérstaklega merktar: "Með innmat".

                Óheimilt er að bjóða til sölu afurðir alifugla sem eru án umbúða eða í ómerktum umbúðum.

 

2. gr.

                4. mgr. 30. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

3. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og öðlast þegar gildi. Jafnframt eru úr gildi felldar reglugerðir nr. 238/1987, nr. 470/1995 og 550/1995 um breytingu á reglugerð nr. 260/1980.

 

Landbúnaðarráðuneytinu, 2. desember 1997.

 

Guðmundur Bjarnason.

Jón Höskuldsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica