Iðnaðarráðuneyti

534/1995

Reglugerð um gildistöku tiltekinna tilskipana Evrópubandalagsins um tilhögun upplýsingaskipta vegna setningar tæknilegra staðla og reglugerða. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 1. tölul. XIX. kafla II. viðauka, með áorðnum breytingum, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans, sbr. lög nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið. Ákvæði þessi koma í stað ákvæða samnings milli EFTA-ríkja annars vegar og Efnahagsbandalags Evrópu hins vegar, um upplýsingaskipti vegna tæknilegra reglugerða, sbr. auglýsingar í C-deild Stjórnartíðinda nr. 18/1990 og nr. 30/1990.

2. gr.

Eftirtaldar EB-gerðir öðlast því gildi hér á landi, sbr. 1. gr.:

a. tilskipun ráðsins frá 28. mars 1983 sem setur reglur um tilhögun upplýsingaskipta vegna tæknilegra staðla og reglugerða (83/189/EBE);

b. tilskipun ráðsins frá 22. mars 1988 um breytingu á tilskipun 83/189/EBE sem setur reglur um tilhögun upplýsingaskipta vegna tæknilegra staðla og reglugerða (88/182/EBE);

c. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/10/EB frá 23. mars 1994 um aðra efnisbreytingu á tilskipun 83/189/EBE sem setur reglur um tilhögun upplýsingaskipta vegna tæknilegra staðla og reglugerða.

3. gr.

EB-gerðir samkvæmt 2. gr. eru birtar í einum samfelldum texta sem viðauki við þessa reglugerð.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um nr. 97/1992, um staðla, og öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytið, 29. september 1995.

F. h. r.
þorkell Helgason.

Sverrir Júlíusson.

Viðauki:

Sjá B-deild Stjórnartíðinda.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica