1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um strandveiðar, þar sem fenginn afli telst ekki til aflamarks eða krókaaflamarks, samkvæmt 6. gr. a í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
2. gr.
Strandveiðar.
Á tímabilinu maí, júní, júlí og ágúst er, að fengnu leyfi Fiskistofu, heimilt að veiða á handfæri, það aflamagn sem ráðstafað er til strandveiða hvert fiskveiðiár eins og nánar er tilgreint í reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fyrir viðkomandi fiskveiðiár og almanaksár, sem ekki reiknast til aflamarks eða krókaaflamarks þeirra fiskiskipa sem stunda handfæraveiðar samkvæmt reglugerð þessari.
Fiskistofa skal, með auglýsingu í Stjórnartíðindum, stöðva strandveiðar þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla samkvæmt 1. mgr. verði náð. Skulu fiskiskip sem leyfi hafa til strandveiða þá hætta veiðum.
3. gr.
Leyfi til veiða.
Fiskistofa skal auglýsa eftir umsóknum um leyfi til strandveiða á vefsíðu Fiskistofu.
Fiskistofu er eingöngu heimilt að veita fiskiskipi leyfi til strandveiða að fullnægðum ákvæðum 5. gr. laga nr. 116/2006.
Skal leyfið veitt á því svæði þar sem heimilisfesti útgerðar viðkomandi fiskiskips er skráð, samkvæmt þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, og skal öllum afla skips með leyfi til strandveiða landað í löndunarhöfn þess löndunarsvæðis, skv. 4. gr.
Einungis er heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila, leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip. Enginn eigenda lögaðila sem á bát með strandveiðileyfi getur átt aðild að nema einu strandveiðileyfi. Fiskistofa skal fella niður strandveiðileyfi fiskiskips, þá þegar, ef fyrir liggja gögn sem sýna fram á að skilyrði 1. og 2. málsl. eru ekki uppfyllt.
Í umsókn lögaðila um leyfi til strandveiða skulu koma fram upplýsingar um eignarhald á lögaðilanum. Fiskistofu er heimilt að krefjast gagna um eignarhald á lögaðila, s.s. aðgangs að ársreikningum og upplýsingum úr hlutafélagaskrá til að staðreyna skilyrði 4. mgr., sbr. 2. mgr. 17. gr. laga nr. 116/2006.
Óheimilt er að veita fiskiskipi leyfi til strandveiða hafi aflamark í þorskígildum talið, umfram það aflamark sem flutt hefur verið til þess á fiskveiðiárinu, verið flutt af því. Eftir útgáfu leyfis til strandveiða er skipum óheimilt að flytja frá sér aflamark þess árs umfram það sem flutt hefur verið til skips.
Frá útgáfudegi strandveiðileyfis er fiskiskipi óheimilt til loka fiskveiðiárs að stunda veiðar í atvinnuskyni samkvæmt öðrum leyfum nema strandveiðileyfi hafi verið fellt úr gildi samkvæmt 8. mgr.
Þrátt fyrir ákvæði 7. mgr. er fiskiskipi sem hefur fengið strandveiðileyfi heimilt að óska eftir að leyfið verði fellt úr gildi, skal sú ósk berast Fiskistofu í síðasta lagi 20. dag mánaðarins á undan, og er fiskiskipi þá heimilt að stunda veiðar í atvinnuskyni samkvæmt öðrum leyfum. Þó tekur slík niðurfelling strandveiðileyfis ekki gildi fyrr en mánuðinn eftir að ósk um niðurfellingu á sér stað. Hafi strandveiðileyfi fiskiskips verið fellt úr gildi, getur það fiskiskip ekki fengið strandveiðileyfi að nýju á umræddu fiskveiðiári.
4. gr.
Svæðaskipting.
Heimildir til strandveiða samkvæmt þessari reglugerð skiptast á fjögur löndunarsvæði, sem eru:
Skipi á strandveiðum er einungis heimilt að landa afla innan síns löndunarsvæðis.
5. gr.
Veiðidagar og framkvæmd veiða.
Strandveiðileyfi samkvæmt reglugerð þessari eru bundin eftirfarandi skilyrðum:
6. gr.
Viðurlög.
Brot gegn reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
7. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. a laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 401/2023, um strandveiðar fiskveiðiárið 2022/2023.
Matvælaráðuneytinu, 12. apríl 2024.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.