Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

258/2019

Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 214/2010, um humarveiðar. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:

Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. eru allar veiðar með humarvörpu bannaðar, frá og með 16. mars 2019 til og með 15. mars 2020 á eftirfarandi svæðum:

  1. Lónsdýpi (svæði 1).
  2. Jökuldýpi (svæði 8).

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, til að öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 15. mars 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica