Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 19. apríl 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 15. mars 2024

188/2020

Reglugerð um veiðar á humri.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um veiðar á humri í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Allar veiðar á humri í fiskveiðilandhelgi Íslands eru óheimilar nema þeim skipum sem eru með aflamark í humri.

Veiðar með humarvörpu í fiskveiðilandhelgi Íslands eru aðeins heimilar fiskiskipum sem eru 50 metrar að skráningarlengd eða styttri.

2. gr. Veiðitímabil og veiðisvæði.

Veiðar með humarvörpu eru heimilar á tímabilinu frá og með 16. mars til og með 30. nóvember á eftirgreindum svæðum:

Svæði 1: Lónsdýpi:

  1. 64°13,00´N - 014°22,00´V
  2. 63°56,90´N - 014°00,50´V
  3. 63°54,20´N - 014°08,00´V
  4. 63°52,00´N - 014°12,00´V
  5. 64°08,00´N - 014°50,00´V
  6. 64°12,00´N - 014°46,00´V
  7. 64°15,00´N - 014°37,00´V

Svæði 2: Hornafjarðardýpi:

  1. 63°59,00´N - 014°55,00´V
  2. 63°40,00´N - 014°36,00´V
  3. 63°38,00´N - 014°52,00´V
  4. 64°02,00´N - 015°27,00´V
  5. 64°04,00´N - 015°19,00´V

Svæði 3: Breiðamerkurdýpi:

  1. 64°02,00´N - 016°04,00´V
  2. 63°50,00´N - 015°40,00´V
  3. 63°33,00´N - 015°27,00´V
  4. 63°29,00´N - 015°42,00´V
  5. 63°54,00´N - 016°21,00´V
  6. 63°56,00´N - 016°17,00´V

Svæði 4: Meðallandsbugur:

  1. 63°46,00´N - 016°45,00´V
  2. 63°21,00´N - 016°42,00´V
  3. 63°17,00´N - 016°56,00´V
  4. 63°16,00´N - 017°09,00´V
  5. 63°29,00´N - 017°53,00´V
  6. 63°40,00´N - 017°40,00´V
  7. 63°42,00´N - 017°32,00´V
  8. 63°44,00´N - 017°17,00´V

Svæði 5: Eyjasvæði:

  1. 63°28,00´N - 019°50,00´V
  2. 63°23,00´N - 019°38,00´V
  3. 63°19,00´N - 019°43,00´V
  4. 63°09,00´N - 020°21,00´V
  5. 63°08,00´N - 021°00,00´V
  6. 63°14,00´N - 021°37,00´V
  7. 63°12,00´N - 021°54,00´V
  8. 63°34,00´N - 021°58,00´V
  1. 63°33,00´N - 021°41,00´V
  2. 63°26,00´N - 020°47,00´V
  3. 63°21,00´N - 020°49,00´V
  4. 63°17,00´N - 020°36,00´V
  5. 63°20,00´N - 020°17,00´V
  6. 63°24,00´N - 020°13,00´V
  7. 63°28,00´N - 020°00,00´V

Svæði 6: Grindavíkursvæði:

  1. 63°47,00´N - 021°42,00´V
  2. 63°42,00´N - 021°30,00´V
  3. 63°36,00´N - 021°58,00´V
  4. 63°05,00´N - 022°15,00´V
  5. 63°12,00´N - 022°52,00´V
  6. 63°25,00´N - 023°05,00´V
  7. 63°04,00´N - 024°16,00´V
  8. 63°14,00´N - 024°15,00´V
  9. 63°34,00´N - 023°35,00´V
  10. 63°34,00´N - 023°26,00´V
  11. 63°40,00´N - 023°16,00´V
  12. 63°47,00´N - 022°47,00´V
  13. 63°45,00´N - 022°36,00´V
  14. 63°45,00´N - 022°14,00´V

Svæði 7: Eldeyjarsvæði:

  1. 64°04,00´N - 022°58,00´V
  2. 63°56,00´N - 022°59,00´V
  3. 63°50,00´N - 022°49,00´V
  4. 63°45,00´N - 023°01,00´V
  5. 63°43,00´N - 023°15,00´V
  6. 63°37,00´N - 023°31,00´V
  7. 63°27,00´N - 023°55,00´V
  8. 63°29,00´N - 024°00,00´V
  9. 64°09,00´N - 023°35,00´V

Svæði 8: Jökuldýpi:

  1. 64°37,00´N - 023°11,00´V
  2. 64°25,00´N - 022°54,00´V
  3. 64°18,00´N - 023°19,00´V
  4. 64°22,00´N - 023°32,00´V
  5. 64°14,00´N - 023°59,00´V
  6. 64°20,00´N - 024°15,00´V
  7. 64°33,00´N - 023°58,00´V
  8. 64°39,00´N - 023°36,00´V

3. gr. Undirmál.

Slitinn humar 6-10 g að þyngd og óslitinn 20-33 g að þyngd, telst ekki með til aflamarks, enda fari hlutfall þess stærðarflokks ekki yfir 10% af humarafla skipsins í veiðiferð.

Löggiltur vigtarmaður staðfesti á vigtarnótu magn og hlutfall slitins og óslitins humars í ofangreindum stærðarflokki í afla hverrar veiðiferðar. Liggi slík staðfesting ekki fyrir skal humarinn að fullu skráður til aflamarks.

4. gr. Veiðarfæri.

Lágmarksmöskvastærð í netþaki humarvörpu skal vera 135 mm en 80 mm í öðrum hlutum vörpunnar. Humarvarpa skal búin legggluggum skv. A- eða B-lið eða slöku yfirbyrði skv. C-lið hér að neðan.

Um mælingar á möskvum vísast til reglugerðar nr. 24/1998, um möskvamæla og framkvæmd möskvamælinga. Þegar möskvastærðir eru tilgreindar er átt við innanmál möskva nema annað sé tekið fram.

  1. Varpa með leggglugga: Skylt er að hafa tvö ferhyrnd netstykki á legg úr a.m.k. 185 mm möskvastærð á efra byrði vörpubelgs. Fremra netstykkið skal vera a.m.k. 4 metrar að lengd og skal fremsti hluti þess vera innan við 0,4 metrar frá netþaki. Aftara netstykkið skal vera a.m.k. 2 metrar að lengd og skal það staðsett að hámarki 2 metrum aftan við fremra netstykkið. Afturhorn netstykkjanna skal festa ekki fjær hliðarleisum en sem nemur 20 opnum möskvum. Hverjir 200 mm leggstykkisins skulu festir á móti a.m.k. 7 upptökum af 80 mm byrðinu. Ef möskvar í yfirbyrði eru stærri en lágmarksmöskvastærð segir til um skal fellingin vera sambærileg og þegar 80 mm eru notaðir.
  2. Varpa með leggglugga og tveimur belgjum: Sé notuð tveggja belgja humarvarpa skal tveimur ferhyrndu netstykkjunum hnýttum á legg komið fyrir í hvorum belg vörpunnar sömu stærðar og segir í A-lið og þau fest eins og þar er kveðið á um. Þó skal ekki festa aftara innra horn fremri netstykkjanna fjær miðleisi en nemur 40 möskvum.
  3. Varpa með slöku yfirbyrði: Slakt yfirbyrði með 135 mm lágmarksmöskvastærð skal ná frá netþaki og aftur að þeim stað sem breidd undirbyrðis samsvarar 150 möskvum milli leisa af 80 mm möskvastærð. Þó skal slaka yfirbyrðið ekki vera styttra en 12 metrar að lengd. Breidd yfirbyrðisins skal vera að hámarki 66% af samsvarandi breidd undirbyrðis. Lengd yfirbyrðisins skal vera a.m.k. 33% meiri en samsvarandi lengd undirbyrðis. Netslaka í yfirbyrði skal dreift jafnt við samsetningu yfir- og undirbyrðis.

Óheimilt er að nota nokkurn þann útbúnað sem þrengir, herpir eða lokar á nokkurn hátt möskvum eða umbúnaði af nokkru tagi til þess að koma í veg fyrir rennsli afla aftur í poka. Þó er heimilt að festa allt að 9 metra langt hlífðarnet undir pokann með a.m.k. sömu möskvastærð og er í undirbyrði pokans og skal það fest að framan og á hliðum en opið að aftan. Einnig er heimilt að þrengja poka á leisum í 2 öftustu metrum pokans.

5. gr. Viðurlög.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, lögum nr. 56/1997, um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

6. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 214/2010, um humarveiðar með síðari breytingum.

Ákvæði til bráðabirgða.

Allar veiðar á humri í fiskveiðilandhelgi Íslands eru bannaðar frá og með 16. mars 2024 til og með 15. mars 2026.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.