1. gr.
2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Humarveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands eru aðeins heimilar fiskiskipum sem eru 50 metrar að skráningarlengd eða styttri.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 9. janúar 2017.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Jóhann Guðmundsson.
Baldur P. Erlingsson.