1. gr.
3. mgr. 3. gr. verklagsreglna um framlög til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt samkvæmt viðauka VI orðast svo: Meðmæli fagráðs er forsenda styrkveitingar. Sé fagráð vanhæft til að fjalla um umsókn skal það tilkynna stjórn Framleiðnisjóðs um vanhæfi sitt. Stjórn Framleiðnisjóðs er þá heimilt að afgreiða umsókn án umsagnar fagráðs. Stjórn Framleiðnisjóðs er heimilt í slíkum tilvikum, telji hún þess þörf, að leita til sérfræðinga eða fagaðila til að leggja mat á umsóknina.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. desember 2016.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Ólafur Friðriksson.
Rebekka Hilmarsdóttir.