Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1096/2016

Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 258/2012 um rækjuveiðar innfjarða. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Rækjuveiðar á Eldeyjarsvæðinu eru heimilar til og með 15. mars 2017.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. desember 2016.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica