Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

523/2015

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. - Brottfallin

1. gr.

4. gr. reglugerðarinnar með fyrirsögn orðast svo:

Aðilaskipti.

Þrátt fyrir ákvæði þessarar reglugerðar er Matvælastofnun heimilt í eftirfarandi tilvikum að staðfesta aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur, án þess að viðskiptin hafi verið gerð á mark­aði skv. 5. gr.:

  1. Þegar aðilaskiptin að greiðslumarki fara fram milli aðila innan sama lögbýlis.
  2. Þegar um er að ræða sölu á greiðslumarki frá einu lögbýli til annars lögbýlis innan sömu jarðtorfu (tvíbýlis- eða margbýlisjarðar, sbr. ákvæði landskiptalaga nr. 46/1941), þótt skipt hafi verið með landskiptum að hluta til, enda sé salan til þess fallin að auðvelda kynslóðaskipti og er að öðru leyti hagfelld.
  3. Þegar greiðslumark er flutt milli tveggja lögbýla á jörð í eigu/ábúð handhafa greiðslu­marks.

Beiðni um aðilaskipti samkvæmt a. og b. lið skal fylgja umsögn héraðsráðunautar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 82. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verð­lagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi við birt­ingu.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 1. júní 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Rebekka Hilmarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica