Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

936/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1254/2008 um heilbrigðiskröfur vegna lagareldisdýra og afurða þeirra og um forvarnir og varnir gegn tilteknum sjúkdómum í lagardýrum. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 160/2014 frá 25. september 2014, öðlast eftirfarandi ESB-gerð gildi hér á landi:

Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/22/ESB um breytingu á IV. viðauka við tilskipun ráðsins 2006/88/EB að því er varðar blóðþorra.

2. gr.

Ofangreind tilskipun framkvæmdastjórnarinnar er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 55/1998 um sjávarafurðir, lögum nr. 71/2008 um fiskeldi, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993 um dýra­sjúkdóma og varnir gegn þeim og lögum nr. 60/2006 um varnir gegn fisk­sjúkdómum.

4. gr.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Á sama tíma falla úr gildi reglugerð nr. 303/2009 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1254/2008 um heilbrigðiskröfur vegna lagareldisdýra og afurða þeirra og um forvarnir og varnir gegn tilteknum sjúkdómum í lagardýrum, og reglugerð nr. 367/2013 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1254/2008 um heilbrigðiskröfur vegna lagareldisdýra og afurða þeirra og um forvarnir og varnir gegn tilteknum sjúkdómum í lagardýrum.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. október 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica