Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

367/2013

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1254/2008 um heilbrigðiskröfur vegna lagareldisdýra og afurða þeirra og um forvarnir og varnir gegn tilteknum sjúkdómum í lagardýrum, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

IV. viðauka í reglugerð nr. 1254/2008, með síðari breytingum, er breytt í samræmi við viðauka þessarar reglugerðar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framkvæmdar­tilskipun framkvæmda­stjórnar­innar 2012/31/ESB um breytingu á IV. viðauka við tilskipun ráðsins 2006/88/EB að því er varðar skrána yfir fisktegundir, sem eru smitnæmar fyrir veirublæði og brottfellingu færslunnar fyrir húðsveppadrep. Tilskipunin var tekin inn í I. kafla I. viðauka við EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 30/2013 frá 16. mars 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20, frá 28. mars 2013, bls. 468.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 55/1998 um sjávarafurðir, lögum nr. 71/2008 um fiskeldi, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og lögum nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum.

4. gr.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 24. apríl 2013.

F. h. r.

Halldór Runólfsson.

Eggert Ólafsson.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica