Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

561/2014

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1213/2013, um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2014. - Brottfallin

1. gr.

a. Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný 3. mgr. svohljóðandi:

Við veiðar á norsk-íslenskri síld í færeyskri lögsögu er einungis heimilt að veiða makríl sem meðafla. Meðafli makríls má ekki fara yfir 15% af síldarafla í hverri veiðiferð. Heildarmakrílafli íslenskra skipa í færeyskri lögsögu skal ekki fara yfir 1.300 lestir. Fiskistofa fylgist með afla þessum og tilkynnir ráðuneytinu hvenær líklegt megi telja að aflanum verði náð og tilkynnir ráðuneytið frá hvaða tíma óheimilt er að veiða makríl sem meðafla.

b. 4. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Heimilt er hverju skipi að veiða allt að 10% umfram aflamark í norsk-íslenskri síld á árinu 2014 og dregst sá umframafli frá aflamarki þess á árinu 2015. Þá er heimilt að flytja allt að 10% af ónýttu aflamarki fiskiskips frá árinu 2014 til ársins 2015. Þó er óheimilt að flytja ónýtt aflamark ársins 2014 í norskri lögsögu yfir til ársins 2015.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum, laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. júní 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Kristján Freyr Helgason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica