Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

587/2014

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 838/2012 um tímabundna lækkun sérstaks veiðigjalds samkvæmt ákvæði II til bráðabirgða við lög um veiðigjöld. - Brottfallin

1. gr.

Svofelldar breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

Í stað fiskveiðiársins "2017/2018" í 1. og 3. mgr. greinarinnar kemur: 2016/2017.

Við greinina bætast tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:

Ef aðili sem sótt hefur um lækkun sérstaks veiðigjalds fær eða hefur fengið skuldir felldar niður, þ.m.t. vegna skilmálabreytinga, að einhverju leyti á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2016 skal endurreikna lækkun skv. 1. og 2. mgr. þannig að niðurfelldar skuldir á umræddu tímabili, reiknaðar til verðlags í desember 2011 miðað við vísitölu neysluverðs, verði dregnar frá vaxtaberandi skuldum í árslok 2011 og vaxtagjöld samkvæmt skattframtali fyrir árið 2011 lækkuð í sama hlutfalli. Þessi málsgrein gildir um lækkun sérstakra veiðigjalda fyrir fiskveiðiárin 2014/2015 til 2016/2017. Þrátt fyrir ákvæði 117. gr. laga um tekjuskatt skal ríkisskattstjóri veita Fiskistofu upplýsingar um niðurfellingu skulda samkvæmt framtölum umsækjenda um lækkun fyrir árin 2012-2016 (reitir 3665 og 3666 í skattframtali rekstraraðila RSK 1.04).

Niðurfelling skulda sem stofnað var til eftir 5. júlí 2012 hefur engin áhrif á rétt til lækkunar sérstaks veiðigjalds, enda skili umsækjandi um lækkun sérstaks veiðigjalds greinargerð til Fiskistofu um viðkomandi skuldaniðurfellingu ásamt öllum gögnum sem Fiskistofa telur nauðsynleg til þess að sannreyna stofntíma skuldarinnar. Ef um er að ræða endurfjármögnun á skuld sem var til staðar 5. júlí 2012 leiðir niðurfelling á henni til endurútreiknings skv. 6. mgr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða við lög nr. 74/2012 um veiðigjöld og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. júní 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Kristján Freyr Helgason.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica