Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

340/2014

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1146/2013, um veiðar úr úthafskarfastofnum 2014. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Ef búnaður til sjálfvirkra sendinga, sbr. 1. mgr., bilar, skal gert við hann við komu í næstu höfn. Þar til búnaðinum verður komið í lag, skal senda á annan hátt upplýsingar um staðsetningu, stefnu og hraða skipsins á 4 klukkustunda fresti til eftirlitsstöðvarinnar.

2. gr.

6. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

3. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Um tilkynningar við úthafskarfaveiðar skv. þessari reglugerð, bæði innan íslensku lög­sög­unnar og á alþjóðlegu hafsvæði, gilda ákvæði reglugerðar nr. 285/2014, um veiði­eftirlit á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC), með síðari breyt­ingum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum, lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breyt­ingum, lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breyt­ingum og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breyt­ingum. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 7. apríl 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica