Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

412/2014

Reglugerð um (16.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla I. viðauka og XII. kafla II. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. og II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftir­talinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 34/2013 frá 16. janúar 2013 um breytingu á II., III. og IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir 2-fenýlfenól, ametóktradín, stofna Aureobasidium pullulans DSM 14940 og DSM 14941, sýprókónasól, dífenókónasól, díþíókarbamöt, fólpet, própamókarb, spínósað, spíródíklófen, tebúfenpýrað og tetrakónasól í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 184/2013, frá 9. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 64, frá 14. nóvember 2013, bls. 28.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 35/2013 frá 18. janúar 2013 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir dímetómorf, indoxakarb, pýraklóstróbín og trífloxýstróbín í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 184/2013, frá 9. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 64, frá 14. nóvember 2013, bls. 3.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 212/2013 frá 11. mars 2013 um að skipta út I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar viðbætur og breytingar varðandi vörur sem falla undir þann viðauka. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 221/2013, frá 14. desember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4, frá 23. janúar 2014, bls. 132.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 241/2013 frá 14. mars 2013 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir klórantranílípról, flúdíoxóníl og próhexadíón í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 220/2013, frá 14. desember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4, frá 23. janúar 2014, bls. 61.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 251/2013 frá 22. mars 2013 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir amínópýralíð, bífenasat, kaptan, flúasínam, flúópíkólíð, fólpet, kresoxímmetýl, penþíópýrað, prókínasíð, pýrídat og tembótríón í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 220/2013, frá 14. desember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4, frá 23. janúar 2014, bls. 85.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 293/2013 frá 20. mars 2013 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir emamektínbensóat, etófenprox, etoxasól, flútríafól, glýfosfat, fosmet, pýraklóstróbín, spínósað og spírótetramat í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 221/2013, frá 14. desember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4, frá 23. janúar 2014, bls. 155.
  7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 500/2013 frá 30. maí 2013 um breytingu á II., III. og IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir asetamípríð, stofn BV-0001 af Adoxophyes orana granulovirus, asoxýstróbín, klóþíanidín, fenpýrasamín, heptamaloxýlóglúkan, metrafenón, stofn 251 af Paecilomyces lilacinus, própíkónasól, kvisalófóp-P, spírómesífen, tebúkónasól, þíametoxam og veikan stofn af kúrbítsgulmósaíkveiru í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 221/2013, frá 14. desember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 4, frá 23. janúar 2014, bls. 185.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 668/2013 frá 12. júlí 2013 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir 2,4-DB, dímetómorf, indoxakarb og pýraklóstróbín í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 221/2013, frá 14. desember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 4, frá 23. janúar 2014, bls. 705.
  9. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 772/2013 frá 8. ágúst 2013 um breytingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir dífenýlamín í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 36/2014, frá 9. apríl 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 10. apríl 2014, bls. 59.
  10. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 777/2013 frá 12. ágúst 2013 um breytingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir klódínafóp, klómasón, díúrón, etalflúralín, joxýníl, ípróvalíkarb, malínhýdrasíð, mepanípýrím, metkóna­sól, prósúlfókarb og tepraloxýdím í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 36/2014, frá 9. apríl 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 23, frá 10. apríl 2014, bls. 86.
  11. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 834/2013 frá 30. ágúst 2013 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir asekínósýl, bixafen, díasínón, dífenókónasól, etoxasól, fenhexamíð, flúdíoxóníl, ísópýrasam, lambda-sýhalótrín, prófenófos og próþíókónasól í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 36/2014, frá 9. apríl 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 23, frá 10. apríl 2014, bls. 134.

2. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar vegna matvælaeftirlits sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.

5. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. apríl 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Halldór Runólfsson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica