Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

783/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 214/2010, um humarveiðar. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina kemur nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Heimilt er að flytja allt að 25% af aflamarki humars frá fiskveiðiárinu 2013/2014 yfir á fiskveiðiárið 2014/2015.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. ágúst 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Ásta Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica