Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

517/2013

Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 311/2011 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 601/2008 um verndarráðstafanir sem gilda um tilteknar lagarafurðir sem eru fluttar inn frá Gabon og eru ætlaðar til manneldis. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð nr. 311/2011 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 601/2008 um verndarráðstafanir sem gilda um tilteknar lagarafurðir sem eru fluttar inn frá Gabon og eru ætlaðar til manneldis, er felld úr gildi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnar­innar (ESB) nr. 1114/2011 frá 4. nóvember 2011 um niðurfellingu á reglugerð nr. 601/2008 um verndarráðstafanir sem gilda um tilteknar lagarafurðir sem eru fluttar inn frá Gabon og eru ætlaðar til manneldis.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli. Reglugerðin tekur þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 3. júní 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica