Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

958/2012

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 788/2006, um dragnótaveiðar. - Brottfallin

1. gr.

Í stað ákvæðis til bráðabirgða kemur nýtt ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. 5. gr. er hverju skipi sem hefur dragnótaleyfi í Faxaflóa, heimilt fram til 20. desember 2012, að veiða allt að 140 lestir af skarkola, sem dregst frá aflamarki þess.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 6. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 13. nóvember 2012.

F. h. r.

Hrefna Karlsdóttir.

Sigríður Norðmann.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica