Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

659/2011

Reglugerð um tímabundið bann við loðnuveiðum. - Brottfallin

1. gr.

Frá og með 6. júlí til og með 30. september 2011 eru allar veiðar á loðnu bannaðar í íslenskri fiskveiðilandhelgi.

2. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt 16. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum

3. gr.

Reglugerð þessi er gefin út með stoð í 9. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, og ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 5. júlí 2011.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Jóhann Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica