Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

654/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 285, 31. mars 2010, um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2010. - Brottfallin

1. gr.

Við 3. tl. 1. mgr. 2. gr. bætist við nýr málsliður sem orðast svo:

Heimilt er að flytja aflaheimildir á milli skipa í eigu sömu útgerðar en þó ekki til skipa sem hafa aflaheimildir skv. 1. tl.

2. gr.

2. mgr. 2. gr. orðist svo:

Framsal aflaheimilda er óheimilt, sbr. þó lokamálsliði 1. og 3. tl. Í veiðileyfum samkvæmt 1. tl. og 3. tl. skal kveðið á um leyfilegt hámark makrílafla hvers skips og er skipi óheimilt að veiða umfram þá heimild, enda hafi aflaheimildir ekki verið fluttar til skips, sbr. lokamálsliði 1. og 3. tl.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 12. ágúst 2010.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica