Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1050/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 676, 30. júlí 2009, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2009/2010. - Brottfallin

1. gr.

Við 7. gr. bætist ný mgr. sem orðast svo:

Sé botnfiskafli fluttur óunninn á erlendan markað án þess að hafa verið endanlega vigtaður hér á landi og skráður í aflaskráningarkerfi Fiskistofu skal reikna aflann með 5% álagi. Afla sem landað er 1. janúar 2010 eða síðar skal reikna með 5% álagi. Hið sama á við sigli skip með eigin afla á erlendan markað og sannanlega hættir veiðum 1. janúar 2010 eða síðar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, og laga nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum, til að öðlast gildi 1. janúar 2010 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 15. desember 2009.

Jón Bjarnason.

Sigurgeir Þorgeirsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica