Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

428/2009

Reglugerð um rækjuveiðar á Breiðafirði 2009. - Brottfallin

1. gr.

Á tímabilinu 6. maí til 31. júlí 2009, er skipum sem eru 105 brl. að stærð eða minni heimilt að stunda rækjuveiðar á Breiðafirði, sunnan 65°10´N og utan línu, sem dregin er réttvísandi norður frá Krossnessvita. Við veiðar á þessu svæði skal varpa skipanna búin seiðaskilju, sbr. reglugerð nr. 396, 22. apríl 2005, með síðari breytingum. Afli sem fenginn er við þessar veiðar reiknast til úthafsrækjuafla skipsins.

2. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 5. maí 2009.

F. h. r.
Steinar Ingi Mattíasson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica