Landbúnaðarráðuneyti

1018/2006

Reglugerð um (23.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 2/2005 frá 8. febrúar 2005 skal reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 frá 22. september 2003 öðlast gildi hér á landi. Vísað er til þessarar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar í I. viðauka II. kafla samningsins um Evrópska efnahags­svæðið.

2. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

13. gr. reglugerðar nr. 340/2001 orðist svo:

Einungis er heimilt að nota sem aukefni í fóðurvörur efni og blöndur sem hafa fengið til þess samþykki á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) í samræmi við gildandi lagaákvæði á EES og fram koma í skrá Evrópusambandsins um heimiluð aukefni í fóðri samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1831/2003, um aukefni í fóðri.

Um meðferð, markaðsetningu og aðra notkun fer eftir ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1831/2003, um aukefni í fóðri og 3. viðauka þessarar reglugerðar.

Einungis má selja aukefni sem fjallað er um í 1.-3. lið 8. gr. þeim sem hafa verið viðurkenndir framleiðendur og seljendur á forblöndum, í samræmi við 14. viðauka.

Einungis má selja forblöndur sem fjallað er um í 4. lið 8. gr. þeim sem hafa verið viðurkenndir framleiðendur og seljendur á fóðurblöndum, í samræmi við 14. viðauka.

4. gr.

Í stað 3. viðauka, Aukefni, kemur eftirfarandi:

3. viðauki Aukefni
(Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 frá 22. september 2003, um aukefni í fóðri)

A. Almenn ákvæði.

1. Einungis er heimilt að nota sem aukefni í fóðurvörur efni og blöndur í samræmi við 13. gr. þessarar reglugerðar og með þeim takmörkunum sem fram koma í skrá Evrópusambandsins um heimiluð aukefni í fóðri samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1831/2003, um aukefni í fóðri.
2. Innihaldi aukefni erfðabreyttar lífverur þá skal fara fram mat á umhverfisáhrifum áður en því er sleppt af ásettu ráði út í umhverfið.
3. Almenn notkunarskilyrði eru skilgreind í IV. viðauka við fylgiskjal með þessari reglugerð.

B. Sýklalyf og hníslalyf.

1. Óheimilt er að nota sýklalyf önnur en hníslalyf og vefsvipungalyf í fóður.
2. Fóður sem inniheldur hníslalyf eða önnur lyf er undanþegið ákvæðum lyfjalaga, sbr. 14. gr. I. kafla.
3. Sérhver fóðurframleiðandi sem afgreiðir fóður sem inniheldur hníslalyf eða vefsvipungalyf skal ávallt vera í stakk búinn til að afgreiða sambærilegar fóðurblöndur án hníslalyfja eða vefsvipungalyfja.

C. Viðbótarákvæði um selen.

Í fóðurbæti sem inniheldur selen skal innihald þess í:

- steinefnafóðurbæti ekki fara yfir 25 mg/kg
- öðrum fóðurbæti ekki fara yfir 2,5 mg/kg.

Landbúnaðarstofnun getur veitt undanþágu frá hámarki selen í fóðurbæti ef fagleg rök mæla með því.

5. gr.

Í stað 4. viðauka kemur eftirfarandi:

4. viðauki Próteinríkar gerjunarafurðir og einföld N-sambönd

A. Skrá yfir afurðaflokka og efni.

Afurðir sem tilgreindar eru í 2. dálki má nota til beinnar eða óbeinnar yfirfærslu próteina eða köfn­unarefnis­sambanda í fóður eða til dýrategunda sem taldar eru upp í 6. dálki ef afurðirnar uppfylla kröfurnar sem fram koma í 3. til 5. dálki.

1. Prótein úr eftirtöldum örveruflokkum.

Heiti afurðaflokks

Heiti afurða

Efnafræðileg táknun afurðar eða örverutegund

Fóðurefnablanda (forskrift ef við á)

Einkenni á samsetningu afurða

Dýrategund

Sérákvæði

1

2

3

4

5

6

7

1.1. Gerlar
1.1.1. Gerlar ræktaðir í metanóli

 


1.1.1.1. Próteinafurð úr gerjun fengin með ræktun Metylofílus metylotrofus í metanóli


Metylofílus metylotrofus
NCIB-stofn 10.515


Metanól


-Prótein:
lágm. 68%

-Endurvarps- stuðull, >50


-Svín

-Kálfar

-Alifuglar


Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu afurðarinnar:

Ø heiti afurðarinnar
Ø prótein
Ø aska
Ø fita
Ø vatn
Ø notkunar­leiðbeiningar
Ø tilmælin "Forðist innöndun"
Ø skráningarnúmer.

Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu fóðurblandna:

Ø magn afurðarinnar í fóðrinu

1.1.2. Gerlar ræktaðir með náttúrulegu gasi

1.1.2.1. próteinríkar afurðir gerjaðar úr náttúrulegu gasi sem fæst með ræktun: Methylococcus capsulatus (Bath), Alcaligenes acidorovans, Bacillus brevis og Bacillus firmus,en frumum þeirra hefur verið eytt.

Methylococcus capsulatus (Bath) stofn NCIMB 11132

Alcaligenes acidorovans stofn NCIMB 12387

Bacillus brevis stofn NCIMB 13288

Bacillus firmus stofn NCIMB 13280

Náttúrulegt gas: (u.þ.b.
91% metan
5% etan
2% própan
0,5% ísóbútan
0,5% n-bútan
1% aðrir efnisþættir)

ammóníak, ólífræn sölt

Hráprótein:

lágm. 65%

-Svín
25-60 kg

-Kálfar
80 kg og
þyngri

-Laxfiskar

Eftirfarandi skal koma fram á merkimiða eða umbúðum afurðarinnar:

Ø heiti: "Próteinrík afurð gerjuð úr náttúrulegu gasi sem fæst með ræktun Methylococcus capsulatus (Bath), Alcaligenes acidorovans, Bacillus brevis og Bacillus firmus
Ø hráprótein
Ø hráaska
Ø hráfita
Ø rakainnihald
Ø notkunar­leiðbeiningar

Ø hámarksmagn afurðarinnar í fóðrinu:

svín 8%
kálfar 8%
laxfiskar (ferskvatn) 19%
laxfiskar (sjór) 33%
tilmælin "forðist innöndun"
skráningarnúmer

Eftirfarandi skal koma fram á merkimiða eða umbúðum fóður­blöndunnar:

Ø heiti: "Próteinrík afurð fengin með gerjun náttúrulegs gass"
Ø innihald afurðarinnar í fóðrinu

1.2. Ger
1.2.1. Ger ræktað í fóðurefna­blöndum úr dýra- og jurtaríkinu

Allt ger
1. úr örverum og fóðurefna-blöndum sem eru tilgreindar í 3. og 4. dálki
2. og þar sem frumum hefur verið eytt

Saccharomyces cerevisiae, Saccharomyces carlsbergiensis,
Kluyveromyces lactis, Kluyveromyces fragilis

Melassi, eimingarleifar, korn og afurðir sem innihalda sterkju, ávaxtasafi, mysa, mjólkursýra, vatnsrofið matjurtatréni

 

Allar dýra-tegundir

 

1.2.2. Ger ræktað í öðrum fóður­efnablöndum en í 1.2.1.

           

1.3. Þörungar

           

1.4. Óæðri sveppir
1.4.1. Aukaafurðir frá sýklalyfja­framleiðslu með gerjun

 

1.4.1.1. Mygla, rök aukaafurð úr penisillín-framleiðslu geymt með Lactobacillus brevis, L. plantarum, L. sake, L. collenoides og Streptococcus lactis til að gera penisillínið óvirkt og hitað

 

Köfnunarefnis-samband, Penicillium chrysogenum ATCC 48271

 

Ólíkir kolvetnisgjafar, einnig vatnsrofnir

 

Köfnunarefni, gefið upp sem prótein:
lágm. 7%

 

Jórturdýr, svín

 

Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu afurðarinnar:

Ø afurðin er tilgreind sem: "Vot mygluafurð úr penisillín­framleiðslu"
Ø köfnunarefni, gefið upp sem prótein
Ø aska
Ø vatn
Ø dýrategund eða flokkur
Ø skráningarnúmer

Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu fyrir fóðurblöndur:

Ø heitið: "Vot mygluafurð úr penisillín­framleiðslu".

2. Próteinsnauð N-sambönd og álíka afurðir úr eftirtöldum flokkum.

Heiti afurðaflokks

Heiti afurða

Efnafræðileg táknun afurðar eða örverutegund

Næringar-efnablanda (forskrift ef við á)

Einkenni á samsetningu afurða

Dýrategund

Sérákvæði

1

2

3

4

5

6

7

2.2. Ammóníum­salt

 

2.2.1. Ammóníum­laktat framleitt með því að gerja Lactobacillus bulgaricus

 

CH3CHOHCOONH4

 

Mysa

 

Köfnunarefni gefið upp sem prótein: lágm. 44%

 

Jórturdýr frá því að jórtur hefst

 

Upplýsingar á merkimiða eða pakkningum afurðar:

Ø afurðin tilgreind sem: "Ammóníumlaktat sem myndast við gerjun"
Ø köfnunarefni gefið upp sem prótein
Ø innihald ösku og vatns
Ø dýrategund eða dýraflokkur

Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu fyrir fóðurblöndur:

Ø afurðin tilgreind sem: "Ammóníumlaktat sem myndast við gerjun"
Ø magn afurðarinnar sem fer í fóðurblönduna
Ø yfirfærsla á próteinsnauðu köfnunarefni gefið upp sem prótein (hundraðshluti af heildarmagni próteins)
Ø í notkunar­leiðbeiningum skal gefa upp heildarmagn af próteinsnauðu köfnunarefni sem ekki má fara yfir í daglegum skammti, eftir dýrategund eða dýraflokki

 

2.2.2. Ammóníum-asetat í vatnslausn

CH3COONH4

 

Ammóníum­asetat: lágm. 55%

Jórturdýr frá því jórtur hefst

Upplýsingar á merkimiða eða pakkningum afurðar:

Ø afurðin tilgreind sem: "Ammóníumasetat"
Ø Köfnunarefnis- og vatnsinnihald
Ø Dýrategund eða dýraflokkur

Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu fyrir fóðurblöndur:

Ø afurðin tilgreind sem: "Ammóníumasetat"
Ø magn afurðarinnar sem fer í fóðurblönduna
Ø yfirfærsla á próteinsnauðu köfnunarefni gefið upp sem prótein (hundraðshluti af heildarmagni próteins)
Ø í notkunar­leiðbeiningum skal gefa upp heildarmagn af próteinsnauðu köfnunarefni sem ekki má fara yfir í daglegum skammti, eftir dýrategund eða dýraflokki.

2.2.3. Ammóníum­súlfat í vatnslausn

(NH4)2SO4

 

Ammóníum­súlfat: lágm. 35%

Jórturdýr frá því jórtur hefst

Upplýsingar á merkimiða eða pakkningum afurðar:

Ø afurðin tilgreind sem: "Ammóníumsúlfat"
Ø köfnunarefnis- og vatnsinnihald
Ø dýrategund eða dýraflokkur
Ø "Ef um er að ræða ung jórturdýr má magn afurðar sem fer í dagskammt ekki vera meira en 0,5%"

Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu fyrir fóðurblöndur:

Ø afurðin tilgreind sem: "Ammóníumsúlfat" magn afurðarinnar sem fer í fóðurblönduna
Ø yfirfærsla á próteinsnauðu köfnunarefni gefið upp sem prótein (hundraðshluti af heildarmagni próteins)
Ø í notkunar­leiðbeiningum skal gefa upp heildarmagn af próteinsnauðu köfnunarefni sem ekki má fara yfir í daglegum skammti, eftir dýrategund eða dýraflokki
Ø "Ef um er að ræða ung jórturdýr má magn afurðar sem fer í dagskammt ekki vera meira en 0,5%"

2.3. Aukaafurðir frá framleiðslu amínósýra við gerjun

2.3.1. Fljótandi, þykktar aukaafurðir sem myndast við framleiðslu L-glútamínsýru við gerjun með Corynebacterium melassecola

2.3.2. Fljótandi, þykktar aukaafurðir sem myndast við framleiðslu L-lýsínhýdróklóríð við gerjun með Brevibacterium lactofermentum

Ammóníumsalt og önnur köfnunarefnis-sambönd

 

 

Ammóníumsalt og önnur köfnunarefnis-sambönd

Súkrósi, melassi, sterkjuafurðir og skyld vatnsrofin efni

 

Súkrósi, melassi, sterkjuafurðir og skyld vatnsrofin efni

Köfnunarefni, gefið upp sem prótein: lágm. 48%

 

 

Köfnunarefni gefið upp sem prótein: lágm. 45%

Jórturdýr frá
því jórtur hefst

 

 

Jórturdýr frá
því jórtur hefst

Upplýsingar á merkimiða eða pakkningum afurðar:

Ø afurðirnar eru tilgreindar sem: "Aukaafurðir sem myndast við framleiðslu L-glútamínsýru" fyrir afurð 2.3.1. og "Aukaafurðir sem myndast við framleiðslu L-lýsin" fyrir afurð 2.3.2.
Ø köfnunarefnis­innihald, gefið upp sem prótein
Ø innihald ösku og vatns
Ø dýrategundir eða dýraflokkar
Ø skráningarnúmer

Upplýsingar á merkimiða eða pakkningu fyrir fóðurblöndur:

Ø yfirfærsla á einföldu N-sambandi gefið upp sem prótein (hundraðshluti af heildarmagni próteins)
Ø í notkunar­leiðbeiningum skal gefa upp heildarmagn af próteinsnauðu köfnunarefni sem ekki má fara yfir í daglegum skammti, eftir dýrategund eða dýraflokki

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglu­gerðin öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 22. nóvember 2006.

F. h. r.

Guðmundur B. Helgason.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica