Brottfallnar reglugerðir

202/2007

Reglugerð um flokkun loftfara og lofthæfivottorða. - Brottfallin

1. gr.

Markmið.

Markmið þessarar reglugerð er að tengja saman fyrirliggjandi reglugerðir um lofthæfi og veita yfirsýn yfir flokka loftfara og lofthæfivottorða sem gefin eru út af Flugmálastjórn Íslands.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi tekur til loftfara sem skráð eru á Íslandi.

3. gr.

Orðskýringar.

Eftirfarandi orð skulu hafa eftirfarandi merkingu í reglugerð þessari:

EASA-reglugerðin: Reglugerð nr. 612/2005 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA. Reglugerðin innleiðir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1592/2003 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu auk síðari breytinga.

4. gr.

Flokkun loftfara.

Loftför eru flokkuð með eftirfarandi hætti:

1.

Loftför sem falla undir gildissvið EASA-reglugerðarinnar.

2.

a)

Loftför sem talin eru upp í viðauka II við fylgiskjal I við EASA-reglugerðina. Um er að ræða loftför sem ekki hafa fengið tegundavottorð eða lofthæfivottorð á grundvelli EASA-reglugerðarinnar og reglna um framkvæmd hennar.

 

b)

Loftför sem ekki falla undir gildissvið EASA-reglugerðarinnar; þ.e. loftför hers, tolls og lögreglu eða sambærilegra aðila sem nýta sér loftför, hreyfla og loft­skrúfur og íhluti þeirra og búnað.

 

c)

Loftför sem Flugöryggisstofnun Evrópu hefur lýst yfir að falli ekki undir gildis­svið EASA-reglugerðarinnar tímabundið.

5. gr.

Nánari flokkun EASA-loftfara.

Flokkar loftfara samkvæmt 1. lið 1. mgr. 4. gr. eru þessir:

  1. Smá flugvél (Very light Aeroplane).
  2. Lítil flugvél (Small Aeroplane).
  3. Millistór flugvél (Commuter Aeroplane).
  4. Stór flugvél (Large Aeroplane).
  5. Smá þyrla (Very light Rotorcraft).
  6. Lítil þyrla (Small Rotorcraft).
  7. Stór þyrla (Large Rotorcraft).
  8. Svifflug / Mótorsvifflug (Sailplanes / Powered Sailplanes).
  9. Loftbelgur (Baloon).
  10. Loftskip (Airship).

Nánari skilgreining og afmörkun á hverjum flokki loftfara er í vottunarkröfum Flug­öryggisstofnunar Evrópu (CS) sem er aðgengilegur á heimasíðu stofnunarinnar, www.easa.eu.int.

Litlar flugvélar geta verið vottaðar með vísan til notkunar í normal-flokki, nytja-flokki (utility) og listflugs-flokki (aerobatic) eða í einum eða fleiri flokkum ef kröfum í hverjum flokki er fullnægt.

6. gr.

Lofthæfivottorð.

Lofthæfivottorð eru flokkuð með eftirfarandi hætti:

A. Loftför sem falla undir gildissvið EASA-reglugerðarinnar, sbr. 1. lið 1. mgr. 4. gr.

B. Loftför skv. 2. lið 1. mgr. 4. gr.

Lofthæfivottorð

Heimild til starfrækslu loftfars

Lofthæfivottorð, sem gefin eru út fyrir loftför sem samræmast tegundavottorði sem gefið hefur verið út í samræmi við reglugerðir.

A. Takmarkað flugleyfi. Heimild sem gefin er út fyrir loftför sem ekki fullnægja viðeigandi vottunarforskriftum, ef sýnt hefur verið fram á að hægt sé að fljúga loftfarinu á öruggan hátt.

Takmarkað lofthæfivottorð, sem gefin eru út fyrir loftför sem
- samræmast takmörkuðu tegundavottorði, eða
- sem Flugöryggisstofnun Evrópu hefur verið sýnt fram á að uppfylli ákvæði tilgreindra vottunarforskrifta sem tryggja fullnægjandi öryggi.

B. Heimasmíði. Heimild sem gefin er út fyrir loftför sem teljast heimasmíðuð samkvæmt gildandi reglugerð um heimasmíði loftfara.

Flugleyfi, sem gefin eru út fyrir loftför sem uppfylla ekki eða ekki hefur verið sýnt fram á að uppfylli viðeigandi vottunarforskriftir en geta flogið örugglega við tilteknar aðstæður.

C. Sérstök loftför. Heimild sem gefin er út fyrir loftför sem eru verksmiðjuframleidd samkvæmt forskrift eða staðli sem ekki er viðurkennd af Flugöryggisstofnun Evrópu.
- Með því að uppfylla fastákveðnar eða sérstaklega viðurkenndar lofthæfikröfur hafa þessi loftför náð fullnægjandi lofthæfi með hliðsjón að fyrirhugaðri notkun; eða
- Loftfarið hefur áður verið skráð í öðrum flokkum en er starfrækt við önnur skilyrði en þau sem upphaflega voru lögð til grundvallar við skráningu; eða
- Loftfarið var upphaflega hannað til notkunar í hernaði.

Fyrir alla flokka sérstakra lofthæfivottorða skal rita á bakhlið vottorðsins rekstrar­takmarkanir. Tilgreina skal allar takmarkanir á starfrækslu loftfarsins.

Í sérhverju loftfari með útgefið sérstakt lofthæfivottorð skal sérstöku skilti með eftir­farandi upplýsingum komið fyrir í stjórnklefa eða farþegarými loftfarsins þannig að far­þegar og flugáhafnir sjái vel texta þess: "Þetta loftfar uppfyllir ekki kröfur um almennt lofthæfivottorð en hefur þess í stað sérstakt lofthæfivottorð með rekstrartakmörkunum."

7. gr.

Viðurlög.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

8. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 12. gr., 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast gildi 15. mars 2007. Samhliða fellur úr gildi reglugerð um flokkun loftfara nr. 281/1980 með síðari breytingum.

Samgönguráðuneytinu, 28. febrúar 2007.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica