Samgönguráðuneyti

926/2008

Reglugerð um niðurfellingu reglugerða, reglna og auglýsingar á sviði samgöngumála. - Brottfallin

1. gr.

Eftirtalin reglugerð og auglýsing falla brott frá og með 1. september 2008:

Reglugerð um gagnkvæma viðurkenningu á flugstarfaskírteinum innan Evrópska efna­hagssvæðisins nr. 336/1995 og 5. töluliður 1. gr. auglýsingar um gildistöku ákvæða er leiða af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið vegna flugmála nr. 439/1994.

2. gr.

Eftirtaldar reglugerðir og reglur falla brott frá og með 1. janúar 2009:

  1. Reglugerð um einkennisbúning starfsmanna Flugmálastjórnar, nr. 739/1983,
  2. Reglur um skipulag flugmála á Keflavíkurflugvelli, nr. 94/1957,
  3. Reglugerð fyrir Keflavíkurflugvöll, um umferð, öryggi o.fl., nr. 297/1964 með síðari breytingum, og
  4. Reglugerð um starfsemi, skyldur og eftirlit með Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, nr. 766/2000.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með vísan til 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum tekur þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 12. september 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica