Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

818/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2013 um viðmiðanir í sjálfbærri lífeldsneytisframleiðslu.

1. gr.

Ný málsgrein bætist við 4. gr. svohljóðandi:

Aðeins skal nota staðalgildin í A-hluta 1. viðauka reglugerðar þessarar fyrir lífeldsneyti og sundurgreindu staðalgildin fyrir ræktun í D-hluta 1. viðauka reglugerðar þessarar fyrir lífeldsneyti og fljótandi lífeldsneyti þegar hráefni þeirra eru:

 

a)

ræktuð utan Evrópska efnahagssvæðisins,

 

b)

ræktuð á Evrópska efnahagssvæðinu á svæðum sem talin eru upp í skrám sem útbúnar eru í samræmi við 2. mgr. 19. gr. tilskipunar 2009/28/EB eða á stigi flokkunar í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1059/2003 um að taka upp sam­eigin­lega flokkun hagsskýrslusvæða.

 

c)

úrgangur eða leifar aðrar en þær sem koma úr landbúnaði, fiskeldi og sjávar­útvegi.Fyrir lífeldsneyti og fljótandi lífeldsneyti sem fellur ekki undir a-, b- og c-lið skal nota raunveruleg gildi fyrir ræktun.

2. gr.

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á 3. mgr. 19. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB frá 23. apríl 2009 um að hvetja til notkunar orku frá endur­nýjan­legum orkugjöfum og niðurfellingu tilskipana 2001/77/EB og 2003/30/EB, sem vísað er til í tölul. 41 í IV. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 162/2011 frá 19. desember 2011, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af reglugerð þessari, IV. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 2. september 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Hugi Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica