Umhverfisráðuneyti

784/2001

Reglugerð um fljótandi eldsneyti. - Brottfallin

784/2001

REGLUGERÐ
um fljótandi eldsneyti.

1. gr.
Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að draga úr hugsanlegum skaðlegum áhrifum eldsneytis, sem notað er í ökutæki, fyrir iðnað, húshitun, skip, vélar og tæki, á heilsu fólks og umhverfi.


2. gr.
Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um eldsneyti til notkunar í ökutæki, vinnuvélar, skip og önnur tæki sem búin eru rafkveikju- eða þrýstikveikjuhreyflum, auk eldsneytis til nota í iðnaði og til hitunar.

Reglugerð þessi gildir einnig um metanól sem eldsneyti fyrir flugför og flugmódel.

Reglugerð þessi gildir ekki um eldsneyti sem ætlað er til nota í siglingum milli landa, á flugvélar og í hernaði.


3. gr.
Skilgreiningar.
Bensín: Allar rokgjarnar olíur sem ætlaðar eru til þess að knýja rafkveikjuhreyfla sem notaðir eru í hvers konar tæki og búnað annan en flugvélar.

Gasolía: Eldsneyti sem unnið er úr jarðolíu og sem tilheyrir millieimingarsviði þar sem a.m.k. 85% af rúmmáli eimast við 350°C skv. ASTM D86. Gasolía skiptist í:
a. Bílagasolíu (díselolíu): Gasolía, sem einkum er ætluð fyrir sjálfknúin ökutæki sem um getur í tilskipunum 70/220/EBE og 88/77/EBE, sbr. reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Gasolía sem er ætluð til nota á færanlegar vinnuvélar sem ætlaðar eru til nota utan vegar.
b. Skipagasolíu: Gasolía, sem einkum er ætluð fyrir skip og báta.
c. Aðra gasolíu: Gasolía, sem ætluð er til annarra nota en í a. og b., s.s. til hitunar eða í iðnaði.

Svartolía: Eldsneyti sem er ætlað til nota í skipum og föstum brennslustöðvum á landi. Eldsneyti sem unnið er úr jarðolíu, annað en gasolía, og sem flokkast sem þungar olíur á grundvelli eimingarsviðis og þar sem minna en 65% af rúmmáli eimast við 250oC skv. ASTM D86. Ef ekki er mögulegt að ákvarða eimingarhlutfall fellur eldsneytið einnig undir þennan flokk.

4. gr.
Kröfur til eldsneytis.

Einungis er heimilt að flytja inn og selja eldsneyti sem uppfyllir kröfur sem settar eru fram í I.-IV. viðauka.

Frá 1. janúar 2005 er einungis heimilt að flytja inn og selja bensín og bílagasolíu sem uppfyllir einnig strangari kröfur sem settar eru fram í I.-II. viðauka, aftasta dálki.

Frá 1. janúar 2008 má ekki nota gasolíu með meiri brennisteini en 0,1% á svæðum þar sem hætta er á að loftgæði með tilliti til brennisteins fari yfir umhverfismörk fyrir brennisteinsdíoxíð, sbr. reglugerðir sem um þau gilda.

Frá 1. janúar 2013 má ekki nota gasolíu með meiri brennisteini en 0,1%, sbr. IV. viðauka, aftasta dálk.

Frá 1. janúar 2003 má ekki nota svartolíu með meiri brennisteini en 1%, sbr ákvæði í III. viðauka, aftasta dálk, á svæðum, þar sem hætta er á að loftgæði með tilliti til brennisteins fari yfir umhverfismörk fyrir brennisteinsdíoxíð sbr. reglugerðir sem um þau gilda, nema annað sé sérstaklega tilgreint í starfsleyfi viðkomandi brennslustöðvar með viðeigandi mótvægisaðgerðum.

Um skipagasolíu gilda ákvæði í III. viðauka.


5. gr.
Eftirlit.

Hollustuvernd ríkisins ber að sjá um að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt.


6. gr.
Skýrslugjöf.

Innflytjendur eldsneytis skulu senda Hollustuvernd ríkisins mælingar viðurkenndra rannsóknastofa á þeim prófunarþáttum sem tilgreindir eru í I.-IV. viðauka. Allir eldsneytisfarmar sem fluttir eru til landsins skulu prófaðir samkvæmt þeim prófunaraðferðum sem tilgreindar eru í I.-IV. viðauka. Skila skal skýrslum fyrir 1. mars ár hvert fyrir síðastliðið ár, í fyrsta skipti árið 2002.


7. gr.
Íblöndunarefni.

Óheimilt er að selja eða setja íblöndunarefni í eldsneyti, sem raskað getur efnasamsetningu eldsneytisins þannig að það uppfylli ekki ákvæði I.-IV. viðauka. Önnur íblöndunarefni má ekki selja eða setja í eldsneytið nema að fengnu leyfi Hollustuverndar ríkisins.


8. gr.
Metanól.

Olíuinnflytjendum er heimilt að selja vatnsblöndur metanóls til eldsneytis á flugför án þess að til kaupanna þurfi sérstök leyfi, sbr. ákvæði reglugerðar um útgáfu og afgreiðslu eiturbeiðna og annarra tilsvarandi leyfa. Heimildin er bundin því skilyrði að metanólblöndurnar séu tryggilega geymdar og afgreiddar beint á sérstaka geyma í flugförum.

Seljandi skal færa upplýsingar um selt magn metanóls í þar til gerða sölubók sem Hollustuvernd ríkisins leggur til.

Verslunum er fengið hafa til þess leyfi ráðherra er heimilt, að fengnum meðmælum Hollustuverndar ríkisins, að flytja inn eða selja til eldsneytis á módel-mótora blöndur rísínusolíu (laxerolíu), tilbúinnar olíu og metanóls án þess að til kaupanna þurfi sérstök leyfi. Magn rísínusolíu skal vera minnst 2% í blöndum þessum.

Sölu- og innflutningsleyfi þessi skulu bundin nánari skilyrðum um ílát, merkingar, færslur í sölubækur, varðveislu o.fl. í samræmi við leyfi viðkomandi verslana sbr. 1. mgr.

Módeleldsneyti sem inniheldur yfir 10% metanól má aðeins selja eða afhenda þeim sem eru 18 ára eða eldri.


9. gr.
Valdsvið og þvingunarúrræði.

Til að knýja á um ráðstafanir samkvæmt reglugerð þessari skal fylgja þeim þvingunarúrræðum sem mælt er fyrir um í IX. kafla reglugerðar um mengunarvarnaeftirlit þegar við á. Að öðru leyti gilda um valdsvið og þvingunarúrræði ákvæði VI. kafla laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.


10. gr.
Viðurlög.

Mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum.

Sektir má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann.


11. gr.
Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. og 29. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni, nr. 52/1988, með síðari breytingum og 5. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.

Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum tl. 6 og 6.a í XVII. kafla, II. viðauka og XX. viðauka samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, tilskipun 93/12/EBE um gæði bensín- og dísileldsneytis, ásamt breytingum í tilskipunum 98/70/EB og tilskipun 99/32/EB, ásamt tilskipun 2000/71 um aðlögun mæliaðferða að tækniþróun.

Við gildistöku reglugerðar þessarar fellur úr gildi reglugerð um brennisteinsmagn í gasolíu, nr. 22/1995. Frá sama tíma falla úr gildi 8., 14. og 15. gr. reglugerðar um notkun og bann við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna, nr. 137/1987, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast gildi 1. janúar 2002.


Umhverfisráðuneytinu, 18. október 2001.

Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.I. VIÐAUKI

Kröfur til eldsneytis sem notað er í tæki sem búin eru rafkveikjuhreyflum.

Gerð: Bensín


Færibreyta
Mæliein.
Markgildi nú (1)
Prófun
Markgildi 2005 (1)
Lágmark
Hámark
Aðferð
Útgáfudagur
Lágmark
Hámark
Prófunaroktantala
95
EN 25164
1993
95
Hreyfilsoktantala
85
EN 25163
1993
85
Gufuþrýstingur
sumar (2)
kPa
70,0
Pr.EN-13016-1 (DVPE)
1997
Eiming:
- uppgufun v. 100 °C
% v/v
46,0
EN-ISO 3405
1988
- uppgufun v. 150 °C
% v/v
75,0
EN-ISO 3405
1988
Vetniskolefnisgreining:
– alkenar (ólefín) (3)(4)(5)
% v/v
18,0 (6)
ASTM D1319
1995
– arómatísk efni (3)(4)(5)
% v/v
42,0
ASTM D1319
1995
35,0
– bensen (7)
% v/v
1,0
EN 12177
EN 238
1998
1996
Súrefnisinnihald
% m/m
2,7
EN 1601
Pr. EN 13132
1997
1998
Oxuð efni: (8) EN 1601
Pr. EN 13132
1997
1998
– metanól, bæta þarf við bindiefnum
% v/v
3
– etanól, bindiefni kunna að vera nauðsynleg
% v/v
5
– ísóprópanól
% v/v
10
– tert-bútýlalkóhól
% v/v
7
– ísóbútýlalkóhól
% v/v
10
– eterar með 5 eða fleiri kolefnisatóm í sameind
% v/v
15
Önnur oxuð efni (9)
% v/v
10
Brennisteinsinnihald (10)
mg/kg
150
EN-ISO 14596
EN-ISO 8754
EN-ISO 24260
1998
1995
1994
50
Blý
g/l
0,005
EN 237
1996

(1) Gildin, sem vísað er til í forskriftinni, eru "raungildi". Við ákvörðun á markgildum þeirra hafa verið notuð heiti úr staðli Alþjóðlegu staðlastofnunarinnar (ISO) 4259 "Petroleum products — Determination and application of precision data in relation to methods of test" og við ákvörðun lágmarksgildis hefur verið tekið tillit til lágmarksmunar sem nemur 2R yfir núlli (R = samanburðarnákvæmni). Túlka skal niðurstöður úr einstökum mælingum á grundvelli viðmiðana sem lýst er í staðli Alþjóðlegu staðlastofnunarinnar (ISO) 4259 (gefinn út 1995).
(2) Sumartímabilið hefst 1. júní og lýkur 31. ágúst.
(3) Magn súrefnissambanda skal ákvarðað til að unnt sé að koma við leiðréttingum samkvæmt ákvæði 13.2 í ASTM D 1319:1995.
(4) Þegar etýl-tertbútýletri er í sýninu skal ákvarða arómatíska svæðið út frá bleikbrúna hringnum sem er neðan við rauða hringinn sem venjulega er stuðst við þegar etýl-tertbútýletri er ekki í sýninu Unnt er að ákvarða hvort etýl-tertbútýletri er í sýninu með greiningunni sem lýst er í 3. neðanmálsgrein.
(5) Í þessu skyni er notaður staðallinn ASTM D 1319:1995 án valfrjálsa þrepsins þar sem pentansvipting fer fram. Af þeim sökum gilda ekki ákvæði 6.1, 10.1 og 14.1.1.
(6) Að undanskildu venjulegu blýlausu bensíni (hreyfilsoktantala að lágmarki 81 og prófunaroktantala að lágmarki 91) þar sem ólefínmagnið er að hámarki 21% miðað við rúmmál. Þessi mörk skulu ekki koma í veg fyrir að annars konar blýlaust bensín með lægri oktantölu en sett er fram í þessum viðauka sé innleitt á markað í aðildarríki.
(7) Komi ágreiningur upp skal nota EN 12177:1998.
(8) Komi ágreiningur upp skal nota EN 1601:1997.
(9) Önnur eingild alkóhól með lokaeimingarmark ekki hærra en lokaeimingarmarkið sem mælt er fyrir um í innlendum forskriftum eða, þar sem þær eru ekki til, í iðnaðarforskriftum fyrir vélaeldsneyti.
(10) Komi ágreiningur upp skal nota EN 12177:1998.


II. VIÐAUKI

Kröfur til eldsneytis sem notað er í ökutæki sem búin eru þrýstikveikjuhreyflum.

Gerð: Bílagasolía (dísileldsneyti)

Færibreyta
Mæliein.
Markgildi nú (1)
Prófun
Markgildi vegna loftgæða
2005 (1)
Lágmark
Hámark
Aðferð
Útgáfudagur
Lágmark
Hámark
Setantala
51,0
EN-ISO 5165
1998
Eðlismassi við 15 °C (2)
kg/m
845
EN-ISO 3675
EN-ISO 12185
1998
1996
Eiming:
95% mark
°C
360
EN-ISO 3405
1988
Fjölhringja arómatísk vetniskolefni (3)
% m/m
11
IP 391
1995
Brennisteinsinnihald (4)
mg/kg
350
EN-ISO 14596
EN-ISO 8754
EN-ISO 24260
1998
1995
1994
50

(1) Sjá I. viðauka.
(2) Þegar upp koma deilur skal nota EN ISO 3675:1998.
(3) Fjölhringja arómatísk vetniskolefni eru skilgreind sem heildar arómatísk vetniskolefni án einhringja arómatískra vetniskolefna.
(4) Þegar upp koma deilur skal nota EN ISO 14596:1998.


III. VIÐAUKI

Kröfur varðandi brennistein í eldsneyti.

Gerð: Svartolía og skipagasolía

Færibreyta
Mæliein.
Markgildi (1)
Prófun
Markgildi vegna loftgæða
2003 (1)
Lágmark
Hámark
Aðferð
Útgáfudagur
Lágmark
Hámark
Brennisteinn í
svartolíu
m/m%
2%
EN-ISO 14596
ISO 8754
1998
1992
1%(2)
Brennisteinn í
skipagasolíu
m/m%
0,2%
EN-ISO 14596
ISO 8754
1998
1992
0,2%

(1) Sjá I. viðauka.
(2) Sbr. 5. mgr. 4. gr. í reglugerð þessari.

IV. VIÐAUKI
Kröfur varðandi brennistein í eldsneyti.

Gerð: Önnur gasolía

Færibreyta
Mæliein.
Markgildi (1)
Prófun
Markgildi vegna loftgæða
2008 og 2013 (1)
Lágmark
Hámark
Aðferð
Útgáfudagur
Lágmark
Hámark
Brennisteinn
m/m%
0,2%
EN-ISO 14596
EN 24260
ISO 8754
1998
1987
1992
0,1%(2)

(1) Sjá I. viðauka.
(2) Sbr. 3. og 4. mgr. 4. gr. í reglugerð þessari.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica