Samgönguráðuneyti

756/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 751/2003 um skráningu ökutækja.

1. gr.

13. gr. breytist þannig:

b-liður 1. mgr. orðast svo: b. ef ökutæki er skráð úr umferð eða afskráð í ökutækjaskrá.

d-liður 1. mgr. 13. gr. orðast svo: d. þegar lögreglustjóri, sbr. reglugerð um lögmæltar ökutækjatryggingar, hlutast til um að skráningarmerki séu tafarlaust tekin af ökutækinu vegna þess að fullnægjandi vátrygging er ekki fyrir hendi.

f-liður 1. mgr. 13. gr. orðast svo: f. hafi gjaldfallið kílómetragjald og sérstakt kílómetragjald ekki verið greitt á gjalddaga, sbr. lög nr. 87/2004 með síðari breytingum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 60., 64. gr. a og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50 frá 30. mars 1987.

Reglugerðin öðlast gildi nú þegar en jafnframt falla úr gildi b- og d-liðir 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 691/2006 sem breytti 13. gr. reglugerðar nr. 751/2003.

Samgönguráðuneytinu, 21. ágúst 2006.

Sturla Böðvarsson.

Halldór S. Kristjánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica