Landbúnaðarráðuneyti

711/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 448, 28. apríl 2005, um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og afurðum þeirra í viðskiptum innan EES-svæðisins. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 8. gr. verður svohljóðandi: Landbúnaðarráðuneytið birtir auglýsingu sem inniheldur skrá yfir þá sjúkdómsvalda og sjúkdóma sem um getur í 1. mgr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 54, 16. maí 1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum, lögum nr. 25, 7. apríl 1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum og lögum nr. 60, 14. júní 2006, um varnir gegn fisksjúkdómum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 1. ágúst 2006.

F. h. r.

Níels Árni Lund.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica