Samgönguráðuneyti

691/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.

1. gr.

d. liður 3. gr. orðast svo: d. greitt hafi verið kílómetragjald og sérstakt kílómetragjald, sbr. lög nr. 87/2004 um olíugjald og kílómetragjald o.fl. með síðari breytingum.

2. gr.

Við 3. mgr. 4. gr. bætist: eða þrír bókstafir og tveir tölustafir. Síðasti stafur í fastanúmeri skal vera tölustafur.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:

1. mgr. 5. gr. orðast svo: Fyrir ökutæki sem skylt er að skrá gefur Umferðarstofa út skráningarskírteini til staðfesingar á því að ökutækið sé skráð á Evrópska efnahagssvæðinu. Handhafi skráningarskírteinis er sá sem skráður er fyrir ökutækinu með nafni. Skírteinið skal vera í samræmi við tilskipanir 1999/37/EB og 2003/127/EB.

Ný mgr. bætist við, sem verður 4. mgr.: Þegar bera þarf kennsl á ökutæki í ferðum milli landa eða endurskráningu þess í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins skal Umferðarstofa viðurkenna skráningarskírteini viðkomandi ökutækis.

4. gr.

Í stað "nr. 308/2003" í 2. mgr. 7. gr. kemur "nr. 822/2004".

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr.

a. liður 1. mgr. orðast svo: a. ef hætta stafar af ökutæki í umferð

b. liður 1. mgr. orðast svo: b. ef ökutæki hefur verið afskráð í ökutækjaskrá

d. liður 1. mgr. orðast svo: d. hafi gjaldfallið kílómetragjald og sérstakt kílómetragjald ekki verið greitt á gjalddaga, sbr. lög nr. 87/2004 með síðari breytingum.

Aftan við b. lið 2. mgr. kemur nýr liður, sem orðast svo: c. vanrækt hefur verið að endurnýja heimild til að nota einkamerki, sbr. 26. gr.

6. gr.

Í a-lið 2. mgr. 19. gr. fellur niður "nr. 1992/1992" en í stað þess kemur: "nr. 192/1993 með síðari breytingum".

7. gr.

Á eftir 24. gr. kemur ný grein, 24. gr. a ásamt fyrirsögn, sem orðast svo:

Skráningarmerki fyrir ökutæki sem nær eingöngu er notað utan vegar eða á vegi þar sem almenn umferð er bönnuð.

Á skráningarmerkjum bifreiðar, dráttarvélar og eftirvagns, sem eingöngu eða nær eingöngu eru notuð utan vegar eða á vegi þar sem almenn umferð er bönnuð, skal grunnur vera hvítur en stafir, brúnir og bandstrik græn að lit.

Skráningarmerki á ökutæki, sbr. 1. mgr. eru eftirfarandi, sbr. 1. mgr. 19. gr.:

a. Bifreið skal merkt samkvæmt 1. mgr. 19. gr.
b. Dráttarvél skal merkt samkvæmt 21. gr.
c. Eftirvagn skal merktur samkvæmt 23. gr.

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr.:

a. Á eftir "tölustafir" í 2. málslið a-liðar 2. mgr. kemur: "eða þrír bókstafir og tveir tölustafir"

b. Aftan við 2. málslið c-liðar 4. mgr. kemur nýr málsliður, sem orðast svo: Fyrir endurnýjun skal greiða sérstakt gjald, sbr. 1. mgr.

9. gr.

Með reglugerð þessari eru innleiddar eftirfarandi tilskipanir Evrópusambandsins:

Tilskipun ráðsins nr. 1999/37/EB frá 29. apríl 1999, sem vísað er til í XIII. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 177/1999, þann 15. mars 2001.

Tilskipun ráðsins nr. 127/2003/EB frá 23. desember 2003, sem er breyting á tilskipun nr. 1999/37/EB og vísað er til í XIII. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 129/2004, þann 10. mars 2005.

10. gr.

Við reglugerðina bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:

Bifreið, dráttarvél og eftirvagn, sbr. 1. mgr. 24. gr. a, sem eru stærri en hámarksgildi reglugerðar um gerð og búnað ökutækja og reglugerðar um stærð og þyngd ökutækja mæla fyrir um og sem skráð hafa verið fyrir gildistöku þessarar reglugerðar, skulu fyrir lok árs 2007 merkt með skráningarmerkjum, sbr. 1. mgr. og a-c liði 2. mgr. 24. gr. a.

11. gr.

Reglugerðin er sett með heimild í 60., 64. gr., 64. gr. a og 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 25. júlí 2006.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica