Umhverfisráðuneyti

610/1987

Reglugerð um fyrstu breytingu á reglugerð um notkun og bann við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna nr. 137/1987. - Brottfallin

1. gr.

       Við 5. gr. bætist ný svohljóðandi málsgrein:

       "Heimilt er þó að selja á almennum markaði varning til málningar eða lökkunar eða til fjarlægingar á málningu eða lakki, er inniheldur allt að því 1 l af díklórmetani (metýlendíklóríði), ef í varninginum eru einnig efni, er draga úr uppgufun díklórmetans. Heimild þessi tekur einnig til sölu varnings, sem seldur er í úðabrúsum, ef á brúsunum er getið innihaldsefna og rækilegar leiðbeiningar eru um notkun og varnaðarorð."

 

2. gr.

       Við reglugerðina bætist ný grein, er verður 22. gr. og hljóðar svo:

"Ræsivökvi.

22. gr.

       Heimilt er að selja á almennum markaði ræsivökva á vélar í úðabrúsum, er innihalda etra (díetýletra), ef brúsarnir rúma mest 200 ml og getið er innihaldsefna, varúðarreglna og leiðbeiningar um notkun eru á íslensku á brúsunum. Önnur efni má ekki nefna ræsivökva og selja á almennum markaði."

 

3. gr.

       22. gr. reglugerðarinnar verður 23. gr. og 23. gr. verður 24. gr.

 

4. gr.

       Reglugerð þessi er sett samkvæmt 16. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni og öðlast gildi við birtingu.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 16. desember 1987.

 

Guðmundur Bjarnason.

Ingolf J. Petersen.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica