Fjármálaráðuneyti

559/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 554/1993, um virðisaukaskattsskylda sölu á vörum til manneldis o. fl. með síðari breytingum. - Brottfallin

559/2000

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 554/1993, um virðisaukaskattsskylda sölu
á vörum til manneldis o. fl. með síðari breytingum.

1. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Endurgreiða skal rekstraraðilum veitingastaða, sem flokkast undir reglur 1. mgr. 3. gr., fjárhæð er nemur 112,5% af innskatti hvers tímabils vegna matvælaaðfanga sem bera 14% virðisaukaskatt.

Endurgreiðsla samkvæmt þessari grein skal þó ekki vera hærri en svo að útskattur vegna sölu á tilreiddum mat að frádreginni endurgreiðslu samsvari að minnsta kosti 14% af hráefnisverði að viðbættum 19,25% af mismun söluverðs á tilreiddum mat og hráefnisverðs matvælaaðfanga.


2. gr.

Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Þeim sem sæta skerðingu á endurgreiðslu skv. 2. mgr. 4. gr. er heimilt að liðnu rekstrarári að endurreikna skerðingu á endurgreiðslu miðað við allt rekstrarárið. Slík beiðni skal lögð fram samhliða beiðni um endurgreiðslu fyrir síðasta uppgjörstímabil ársins.


3. gr.

Í stað orðanna "15. dag næsta mánaðar" í 1. mgr. 6. gr. komi orðin: 20. dag næsta mánaðar.


4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt með síðari breytingum, sbr. 6. gr. laga nr. 105/2000, öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 25. júlí 2000.

F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Bergþór Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica