Viðskiptaráðuneyti

543/2009

Reglugerð um greiðslur fyrir útflutning á þjónustu. - Brottfallin

1. gr.

Greiðslur vegna útflutnings á þjónustu skulu fram til 30. nóvember 2010 fara fram í erlendum gjaldmiðli.

Þjónusta sem innt er af hendi af hálfu þjónustuveitanda hér á landi og nýtt og greidd af hálfu aðila sem staddur er hér á landi telst ekki útflutningur á þjónustu.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis II laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 27/2009, öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 22. júní 2009.

Gylfi Magnússon.

Jónína S. Lárusdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica