Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

542/2014

Reglugerð um veiðar á rækjustofninum á miðunum við Snæfellsnes. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um veiðar á rækjustofninum á miðum við Snæfellsnes, sem afmarkast sem hér segir:

A. Í Kolluál og Jökuldjúpi, á svæði sem afmarkast af línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta:

 1. 64°04′90 N - 22°43′60 V
 2. 64°43′70 N - 23°48′20 V
 3. 64°45′00 N - 23°55′30 V
 4. 64°51′30 N - 24°02′50 V
 5. 64°53′10 N - 24°02′50 V
 6. 65°15′00 N - 24°02′50 V
 7. 65°15′00 N - 25°40′00 V
 8. 64°05′00 N - 25°40′00 V
 9. 64°04′90 N - 22°43′60 V

B. Á Breiðafirði, á svæði sem afmarkast af línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta:

 1. 64°58′28 N - 23°21′42 V
 2. 65°10′00 N - 23°21′42 V
 3. 65°10′00 N - 24°02′50 V
 4. 64°53′10 N - 24°02′50 V

Afli sem fenginn er við þessar veiðar reiknast til aflamarks í rækju á miðunum við Snæfellsnes.

2. gr.

Á tímabilinu frá og með 15. maí til og með 1. júlí hvers árs, er skipum sem eru 105 brl að stærð eða minni, og hafa aflamark til veiða á rækjustofninum á miðum við Snæfellsnes, heimilt að stunda rækjuveiðar á Breiðafirði, sunnan 65°10´N og utan línu, sem dregin er réttvísandi norður frá Krossnesvita. Afli sem fenginn er við þessar veiðar reiknast til aflamarks í rækju á miðunum við Snæfellsnes.

3. gr.

Skylt er að nota seiðaskilju við veiðarnar. Seiðaskilja skal þannig gerð að bil milli rimla skal mest vera 22 mm. Skiljunni skal komið fyrir í belg vörpunnar með u.þ.b. 45-50 gráðu halla þannig að neðri kantur skiljunnar nái lengra fram. Skiljan skal fylla út í belginn og skulu allir jaðrar hennar festir við netið í belgnum. Á efra byrði vörpunnar fyrir framan skiljuna skal vera gat þar sem fiskur skilst út. Þá skulu skip búin smárækjuskilju eða net á legg í a.m.k. fjórum öftustu metrum vörpunnar, sbr. reglugerð nr. 543, 22. júlí 2002, um möskvastærðir og útbúnað varpna til veiða á botnfiski, rækju og humri, með síðari breytingum.

Um gerð og búnað vörpunnar vísast til reglugerðar um möskvastærðir og útbúnað varpna til veiða á botnfiski, rækju og humri með síðari breytingum.

4. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða.

Með mál sem kunna að rísa út af brotum á ákvæðum reglugerðar þessarar og ákvæðum leyfisbréfa gefnum út samkvæmt henni skal farið að hætti sakamála og varða brot viðurlögum samkvæmt IV. kafla laga um stjórn fiskveiða.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda 1. september 2014.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 6. júní 2014.

Sigurður Ingi Jóhannsson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica