1. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Á tímabilinu frá og með 8. maí til og með 31. júlí ár hvert er skipum sem eru 105 brl að stærð eða minni og hafa aflamark til veiða á rækjustofninum á miðum við Snæfellsnes heimilt að stunda rækjuveiðar á Breiðafirði, sunnan 65°10´N og utan línu sem dregin er réttvísandi norður frá Krossnesvita. Afli sem fenginn er við þessar veiðar reiknast til aflamarks í rækju á miðunum við Snæfellsnes.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 7. maí 2015. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Baldur P. Erlingsson. |
Hinrik Greipsson.