Landbúnaðarráðuneyti

497/2001

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

5. liður um merkingar í D-hluta 2. viðauka, II. kafla, orðast svo:
Umbúðir próteinfóðurs sem ætlað er fyrir loðdýr og gæludýr skulu vera greinilega merktar með a.m.k. 9 punkta letri, með eftirfarandi áletrun: ,,Þetta fóður inniheldur dýraafurðir – óheimilt er að gefa það dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis" eða ,,Gæludýrafóður sem inniheldur dýraafurðir er óheimilt að gefa dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis". Þegar gæludýrafóður er selt í einingum sem eru 1000 grömm að þyngd eða minni, er heimilt að setja þessar upplýsingar á skilti/auglýsingaspjöld á hillubrúnir á sölustað, með a.m.k. 10 punkta letri undir eða fyrir ofan viðkomandi vöru, þó þannig að ekki leiki vafi á við hvaða fóður sé átt. Auk þess skulu umbúðir alls fóðurs sem inniheldur dýraprótein vera greinilega merktar með nákvæmri efna- og innihaldslýsingu í samræmi við 15. gr. I. kafla, sbr. nánari ákvæði í 7., 8., 9. og 10. viðauka, II. kafla, þar sem fram kemur að í fóðrinu séu dýraafurðir.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 27. júní 2001.

Guðni Ágústsson.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica