Innanríkisráðuneyti

488/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð um almannaflug flugvéla, nr. 694/2010, með síðari breytingum.

1. gr.

Síðari málsliður b-liðar 4.12 gr. í viðauka I orðast svo:

Þrátt fyrir ákvæði 4.12 gr. skal heimil notkun á sjálfvirkum sendi fyrir flugvélar sem sendir eingöngu á tíðninni 121,5 MHz til 25. ágúst 2016.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 28. gr. e. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 20. maí 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica