Viðskiptaráðuneyti

924/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 769/1997, um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. - Brottfallin

924/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 769/1997, um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.

1. gr.

19. gr., Varðveisla stofnfjár, orðist svo:
Rekstraráætlun Nýsköpunarsjóðs skal miðast við að ekki sé gengið á eigið fé Stofnsjóðs. Að sjö árum liðnum frá stofnun Nýsköpunarsjóðs skal miða við að upphafleg krónutala stofnfjár sé óskert. Varðveisla stofnfjárins skal miðuð við vísitölu neysluverðs frá þeim tíma.


2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.


Viðskiptaráðuneytinu, 27. desember 2002.

F. h. r.
Kristján Skarphéðinsson.
Sveinn Þorgrímsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica