Viðskiptaráðuneyti

486/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 571/1996, hámark lána og ábyrgða lánastofnana og fyrirtækja í verðbréfaþjónustu - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 571/1996, um hámark lána
og ábyrgða lánastofnana og fyrirtækja í verðbréfaþjónustu.

 

1. gr.

                Í stað núverandi 1. ml. 6. tl. 1. mgr. 4. gr. komi eftirfarandi tveir málsliðir:

                Kröfur á lánastofnanir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins, viðurkenndra fyrirtækja í verðbréfaþjónustu utan Evrópska efnahagssvæðisins, skipulegra verðbréfamarkaða og viðurkenndra greiðslujöfnunarstöðva og kröfur með ábyrgð sömu aðila með lánstíma eftirstöðva að hámarki eitt ár. Kröfur með lánstíma eftirstöðva yfir einu ári og allt að þremur árum má undanskilja að 80% hluta, en kröfur með lánstíma eftirstöðva yfir þremur árum eða lengur má undanskilja að 50% hluta.

 

2. gr.

                Í stað núverandi 1. mgr. 7. gr. komi eftirfarandi:

                Eigi sjaldnar en tvisvar á ári skulu lánastofnanir og fyrirtæki í verðbréfaþjónustu tilkynna bankaeftirlitinu, með þeim hætti sem það ákveður, um stórar áhættuskuldbindingar einstakra viðskiptamanna eða fjárhagslega tengdra aðila, sbr. ennfremur skilgreiningu á hugtakinu stórar áhættuskuldbindingar í 2. gr. þessarar reglugerðar.

 

3. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 1. mgr. 46. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, 5. mgr. 8. gr. laga nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti, öðlast þegar gildi.

 

Viðskiptaráðuneytinu, 11. júlí 1997.

 

Finnur Ingólfsson.

Tryggvi Axelsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica