Viðskiptaráðuneyti

310/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 769/1997, um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 769/1997, um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.

1. gr.

3. tölul. 2. gr. orðast svo:

3. Vöruþróunar- og markaðsdeild: Deildin veitir framlög til vöruþróunar- og markaðsaðgerða. Verkefnisstjórn vöruþróunar- og markaðsdeildar ráðstafar verkefnafé deildarinnar og getur í samráði við stjórn Nýsköpunarsjóðs ákveðið að árlegt ráðstöfunarfé sé ekki bundið við ávöxtun höfuðstóls deildarinnar. Kveðið er á um starfsemi deildarinnar í reglum sem stjórn Nýsköpunarsjóðsins setur og viðskiptaráðherra staðfestir.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 6. maí 1999.

Finnur Ingólfsson.

Þórður Friðjónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica