Landbúnaðarráðuneyti

423/1979

Reglugerð um varnir gegn útbreiðslu smitandi búfjársjúkdóma í Rangárvallasýslu - Brottfallin

I. KAFLI

Varnarlínur.

 

1. gr.

Aðalvarnarlínur sýslunnar eru Þjórsá, Jökulsá á Sólheimasandi og Markarfljót. Stefnt er að því að girða sem fyrst á hreppamörkum vestan Markarfljóts og færavarnarlínuna þangað.

Ytri-Rangá er aukavarnarlína.

Varnarmörkin eru girðingar með vatnsföllum þessum, annars árnar og sýslumörk þar sem ánum sleppir.

 

2. gr.

Skylt er vegfarendum, sem fara um hlið á varnargirðingu að loka því tryggilega. Ennfremur er öllum skylt að láta Sauðfjárveikivarnir eða fulltrúa þeirra vita án tafar um augljósar bilanir á varnargirðingum.

 

3. gr.

Ekki má flytja sauðfé (geitur) til lífs eða dvalar yfir Þjórsá, Jökulsá eða Markarfljót. Sauðfjárveikivarnir geta þó leyft flutning yfir Markarfljót við ríkjandi aðstæður, ef sérstaklega stendur á, en aðeins innan V-Eyjafjallahrepps og að höfðu samráði við hreppsnefnd.

Leyfð er heimtaka úr réttum yfir Ytri-Rangá en aðrir fjárflutningar til lífs og dvalar bannaðir án leyfis Sauðfjárveikivarna. Vinna skal að fækkun þess fjár, sem fer yfir Ytri-Rangá með því að lóga lömbum og flækingsfé.

Leyfi Sauðfjárveikivarna þarf til flutnings nautgripa yfir varnarlínurnar.

 

4. gr.

Stefnt er að því að öll slátrun sauðfjár og nautgripa verði í sýslunni. Ekki skal að nauðsynjalausu flytja sláturgripi úr sýslunni. Sé þess þó þörf, skal nota bíla úr Rangárvallasýslu. Sláturfélag Suðurlands má þó nota eigin bíla við flutning á naut­gripum til Selfoss, enda séu aðeins sendir nýsótthreinsaðir bílar austur yfir Þjórsá, flutningar skipulagðir með tilliti til smithættu þ.e. byrjað austast og siðast tekið á- sýktum bæjum vestur um, en brýnt fyrir bilstjórum og aðstoðarmönnum að sýna fyllstu varúð varðandi fótabúnað (hlífðarskór) og hlífðarföt.

Afhenda ætti alla sláturgripi við dyr peningshúss eða réttar.

Sláturgripi má flytja án takmarkana innan sýslu. Þó skal ætíð fylgja reglum um hreinsun flutningstækja. Búa skal um flutningsrými bíla í samræmi við reglugerð um gripaflutninga og viðhalda þannig (t. d. mála) að snyrtilegt sé og auðvelt að hreinsa. Ekki má flytja lífgripi með sláturflutningabílum og alls ekki má fá bíla ítr öðrum héruðum til gripaflutninga án sérstaks leyfis viðkomandi héraðsdýralæknis í Rangárvallasýslu hverju sinni.

Við hrossaflutninga til sýslunnar og innan hennar skal gæta þess að hey eða skítur sauðfjár og nautgripa í öðrum varnarhólfum berist ekki í flutningstækjum eða með hrossunum og verði eftir í sýslunni né heldur frá sýktum bæjum eða svæðum til ó ýktra eða minna sýktra.

 

5. gr.

Skipuleggja skal flutninga sláturfjár með tilliti til smithættu. Hreinsa skal reglulega bíla, sem flytja sláturgripi samkvæmt reglum þar um í samráði við héraðsdýralækni. Eyða skal meindýrum og verja vargfugli og hundum aðgang að úrgangshaugum með því að breiða yfir eða hylja daglega allan úrgang. Senda skal eftir því sem unnt er og í samráði við dýralækni sýni úr gripum sem drepast eða er lógað vegna gruns um smitsjúkdóm eða vegna vanþrifa.

Flutningar inn í sýsluna á ósviðnum hausum, löppum, ristlum, ristlamör og öðrum óverkuðum sláturafurðum eru stranglega bannaðir.

 

6. gr.

Heyflutningar eru bannaðir austur yfir Þjórsá, Markarfljót og Jökulsá nema nauðsyn krefji og óhætt sé að dómi Sauðfjárveikivarna. Heyflutningar vestur yfir nefndar varnarlínur eru hættulitlir og oftast leyfðir. Sérstakt leyfi þarf þó hverju sinni. Sama gildir um túnþökuflutning.

 

7. gr.

Bannað er að flytja óhreina ull austur yfir Þjórsá, Markarfljót og Jökulsá. Nota skal hreinar umbúðir um ull.

Óæskilegt er, að fengnir séu menn úr öðrum héruðum til vélrúnings á fé í sýslunni og stranglega er bannað að nota vélklippur, sem rúið hefur verið með utan sýslunnar.

Bannað er að flytja inn í sýsluna búfjáráburð, vélar, tæki og annað, sem saurmengast hefur eða komið í beina snertingu við sauðfé eða nautgripi í öðrum héruðum.

 

8. gr.

Fararstjórum hópferða til skoðunar búfjár á húsi er skylt að útbýta á hverjum bæ til hvers manns einnota hlífðarskóm eða plastpokum til að draga úr smithættu.

Öllum þeim, sem starfs síns vegna fara bæ frá bæ í gripahús er skylt að gæta varúðar varðandi fótabúnað og hlífðarföt, einkum þegar farið er milli varnarhólfa. Gripaeigendur skulu hafa tiltæka aðstöðu til skóþrifa í gripahúsum sínum, útbúna í samráði við héraðsdýralækni.

 

II. KAFLI

Afréttarmál.

 

9. gr.

Skylt er að litarmerkja með löggiltum eyrnamerkjum f grænum lit eða með lakkmálningu í sama lit allt fé, sem flutt er á afrétt eða fer þangað og eins allt fé, sem gengur nálægt varnarlínum í byggð.

 

10. gr.

Ljúka skal viðgerð varnarlína að vori svo fljótt sem kostur er og ekki má sleppa fé á afrétt fyrr en viðgerð er lokið.

 

11. gr.

Alvarlega er varað við að flytja á afrétt óhagvant eldra fé eða túnára vegna hættu á flækingi. Ekki skal flytja á afrétt grunsamlegar vanþrifnar kindur eða kindur með mikla skitu. Rétt er að ormahreinsa féð skömmu áður en því er sleppt á afrétt til að draga úr mögnun ormasmits við afréttargirðingar.

Óvarlegt er að flytja á afrétt fé úr hjörðum þar sem garnaveiki hefur verið staðfest og skal það ekki gert nema stjórn viðkomandi sveitar og upprekstrarfélags leyfi. óheimilt er að taka utansveitarfé á afrétt nema til komi leyfi viðkomandi sveitarstjórnar.

Öllum kindum, sem fara af sjálfsdáðum yfir varnarlínur (línubrjótar) skal lóga. Gera skal það verð úr sem unnt er og senda líffæri til rannsóknar að Keldum (haus og innyfli nema vömb). Líffærasending er skilyrði fyrir bótagreiðslum til eigenda.

Eftirtöldum aðilum er skylt að hafa strangt eftirlit með því í öllum fjallgöngum og réttum, að "línubrjótar" og allar veikar kindur og grunsamlegar séu tafarlaust teknar úr fjársafni, einangraðar og þeim lógað: Fjallkóngar við alla meðferð fjár á afrétti og í flutningum á fé til byggða (rétta), réttarstjórar við alla meðferð í réttum og við réttir og hreppstjórar samkvæmt lögum. Sama skylda hvílir á öllum bændum við smölun heimalanda og innrekstra.

 

13. gr.

Sveitarstjórnir skulu, eftir því sem kostur er, samræma lögboðnar smalanir heimalanda. Sveitarstjórnum og afréttarfélögum er skylt að hafa aðstöðu til ein­angrunar línubrjóta og veikra kinda á innrekstrarstöðum.

Ekki skal flytja línubrjóta eða veikar kindur með líffé heim á bæi eða til rétta. Slíkt fé skal flytja beint til sláturhúss sé þess nokkur kostur; annars halda f öruggri einangrun sem skemmstan tíma til lógunar. Skylt er þeim sem ábyrgð bera skv. 12. gr. að gera grein fyrir marki, auðkennum og útliti kindanna, hvar þær komu fyrir og hvar líklegast er að línubrjótur hafi farið yfir varnarlínu.

 

14. gr.

Sérstaka aðgát skal sýna við sundurdrátt á fé vegna nokkurs fjölda sammerkinga og námerkinga við aðliggjandi héruð. ómerkingum, sem ekki finnast eigendur að og öðrum vafakindum skal lóga, en ekki selja til lífs.

 

15. gr.

Alvarlega er varað við kaupum og sölum á fé milli sveita og hvers konar flutn­ingum öðrum með einstakar kindur (hrúta) eða fjárhópa; búferlaflutningum með fé, fóðurtöku, láni og leigu, töku í hagagöngu eða flutningi á afrétt á meðan óvissa ríkir um útbreiðslu smitsjúkdóma innan sýslunnar og i aðliggjandi héruðum.

Aðgát skal höfð við hrútasýningar og aðrar búfjársýningar og ekki má flytja á sýningarstað gripi frá garnaveikibæjum eða bæjum þar sem smitsjúkdómar aðrir herja. Skylt er að leita upplýsinga um þetta hjá viðkomandi héraðsdýralækni. Hliðstætt gildir um sauðfjársæðingar.

Leggja skal kapp á að samstilla og samræma innan sveitar og milli sveita varnaraðgerðir og notkun varnarlyfja gegn uppkomu mögnun og útbreiðslu smitsjúkdóma í búfé. Sem dæmi er þetta:

Bólusetja skal öll ásetningslömb gegn garnaveiki svo snemma hausts sem kostur er, merkja þau um leið og bólusett er og fara aðra yfirferð til skoðunar árangurs og endurbólusetningar sbr. reglugerð þar um. Alvarlega er varað við því að ala kálfa í fjárhúsum og hafa fé í fjósi. Veikar kindur og grunsamlegar skal einangra og þrífa bæli þeirra á eftir. Aldrei má láta þær til lambanna, lausar í hlöðu eða í fjós.

Samstilla skal með tilliti til samgangs fjár og framkvæma með vandvirkni og eftir reglum þar um þrifaböðum sauðfjár og útrýmingarböðun kláðamaurs, einangra til böðunar kindur, sem síðar heimtast og þrífa fjárhús.

Beita ætti skipulega varnarbólusetningu gegn uppkomu og útbreiðslu lungna­pestar. Bólusetja ætti um skeið á bæjum, sem næst liggja og mestan fjársamgang hafa við bæi, þar sem lungnapest kemur upp.

 

Reglur þessar eru settar samkv. heimild í 45. gr. laga nr. 23/1956 og 12/1967 og öðlast þegar gildi.

 

Landbúnaðarráðuneytið, 26. september 1979.

 

Steingrímur Hermannson.

Haukur Jörundarson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica