Landbúnaðarráðuneyti

403/1986

Reglugerð um varnir gegn fisksjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með fiskeldisstöðvum - Brottfallin

I. KAFLI

Orðskýringar og stjórn.

1. gr.

1.1. Merking orða í reglugerð þessari er sem hér segir:

Eftirlitsdýralæknar: Dýralæknir fisksjúkdóma sbr. 1. nr. 61/1985, héraðsdýralæknar sbr. 1. nr. 77/1981 og fulltrúar þeirra sbr. 1. mgr. 11. gr. í erindisbréfi héraðsdýralækna nr. 197/ 1971.

Eldisfiskur: Alifiskur, sbr. 1. nr. 76/1970, og fiskur veiddur í hafbeitarstöð. Fiskeldisstöð: Staður þar sem vatn, sjór, land eða mannvirki er nýtt til geymslu, fóðrunar og gæslu eldisfisks, hvort sem er í söltu eða ósöltu vatni eða til hafbeitar.

Hafbeit: Slepping gönguseiða til sjógöngu og veiði kynþroska fiska er þeir ganga úr sjó í ferskt vatn fiskeldisstöðvar.

 

2. gr.

2.1. Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn fisksjúkdómamála.

2.2. Fisksjúkdómanefnd skal vera ráðherra til aðstoðar. Hún skal hafa forgöngu um fisksjúkdómarannsóknir og gera tillögur til ráðherra um aðgerðir til varnar útbreiðslu fisksjúkdóma og annað er að fisksjúkdómum lýtur.

2.3. Dýralæknir fisksjúkdóma og deildarstjóri rannsóknadeildar fisksjúkdóma skulu vera fisksjúkdómanefnd til aðstoðar og ráðuneytis.

2.4. Dýralæknir fisksjúkdóma skal undir stjórn yfirdýralæknis og í samvinnu við héraðsdýralækna sinna vörnum, sjúkdómsgreiningu og reglubundnu eftirliti á sviði fisksjúk­dóma eins og nánar er mælt fyrir í reglugerð þessari. Hann skal með almennri fræðslu og leiðbeiningarstarfi leitast við að auka skilning manna á fisksjúkdómum, vörnum gegn þeim og því tjóni sem þeir geta valdið. Þá skal dýralæknir fisksjúkdóma að staðaldri halda skrá yfir fiskeldisstöðvar í landinu. Þar skal tilgreina aðstöðu og búnað þeirra, vatnsból og vatnstöku (magn) og heilnæmi vatns, uppruna stofnfiska, kaup og sölu á hrognum og seiðum og annað sem kynni að skipta máli varðandi smitsjúkdóma og dreifingu þeirra. Jafnframt skal harm árlega gera yfirlit um heilsufar fiska og fisksjúkdóma sem staðfestir hafa verið, og varnaraðgerðir gegn þeim. Afrit af yfirliti þessu skal jafnan vera tiltækt á Rannsóknadeild fisksjúkdóma.

2.5. Héraðsdýralæknar skulu í samvinnu við dýralækni fisksjúkdóma hafa vakandi auga með heilbrigði hrogna og fiska í fiskeldisstöðvum, hver í sínu umdæmi. Þeir skulu og sinna reglubundnu heilbrigðiseftirliti eins og nánar er mælt fyrir í reglugerð þessari. Héraðsdýra­læknar skulu tilkynna dýralækni fisksjúkdóma þegar í stað ef upp kemur grunur um sjúkdóma í fiskeldisstöð í umdæmi þeirra.

2.6. Í lok hvers árs skulu héraðsdýralæknar og dýralæknir fisksjúkdóma senda fisksjúkdómanefnd yfirlit um störf sín, er varða fisksjúkdóma.


 

II. KAFLI.

Úttekt á fiskeldisstöð.

3. gr.

3.1. Áður en fiskeldisstöð tekur til starfa skal dýralæknir fisksjúkdóma gera úttekt á stöðinni og búnaði hennar með tilliti til sjúkdómavarna. Úttekt þessi skal unnin samkvæmt fyrirmælum fisksjúkdómanefndar, með hliðsjón af V. kafla þessarar reglugerðar. Telji dýralæknir fisksjúkdóma að stöðin fullnægi ekki skilyrðum um sjúkdómavarnir, getur eigandi stöðvar skotið málinu til ráðherra sem fellir úrskurð í málinu að fenginni umsögn fisksjúkdómanefndar. Óheimilt er að veita fiskeldisstöð viðurkenningu skv. 66. gr. 1. nr. 76/ 1970, nema fyrir liggi vottorð dýralæknis eða úrskurður ráðherra skv. þessari grein um að stöðin fullnægi skilyrðum um sjúkdómavarnir.

3.2. Dýralæknir fisksjúkdóma skal eigi síðar en 1. júní 1987 gera úttekt skv. 3.1. á þeim fiskeldisstöðvum sem þegar eru starfræktar við gildistöku þessarar reglugerðar og/eða fengið hafa viðurkenningu skv. 66. gr. 1. nr. 76/1970. Setja skal stöð tiltekinn frest til að gera úrbætur ef þörf krefur, þó ekki lengri en til 1. október 1987. Hafi þá ekki verið gerðar nauðsynlegar úrbætur skal niður falls viðurkenning stöðvar skv. 66. gr. 1. nr. 76/1970. Um málskot til ráðherra gilds sömu reglur og í 3.1.

3.3. Veiðimálastjóri skal tilkynna dýralækni fisksjúkdóma jafnóðum um þær fisk­eldisstöðvar sem harm viðurkennir skv. 66. gr. 1. nr. 76/1970. Dýralæknir fisksjúkdóma til­kynnir fisksjúkdómanefnd, Rannsóknadeild fisksjúkdóma og viðkomandi héraðsdýralækni um viðurkenningu nýrra stöðva.

 

III. KAFLI.

Heilbrigðiseftirlit.

4. gr.

4.1. Dýralæknir fisksjúkdóma og héraðsdýralæknar skulu með reglubundnum heim­sóknum og sýnatöku hafa eftirlit með starfsemi fiskeldisstöðva og heilbrigði fiska í eldisstöðvum. Þeir skulu karma vandlega hvort þar leynast sjúkdómar og fylgjast með því að heilbrigðisreglur fyrir fiskeldisstöðvar séu í heiðri hafðar.

4.2. Fisksjúkdómanefnd skal setja reglur um eftirlit og sýnatöku í fiskeldisstöðvum, að fengnum tillögum dýralæknis fisksjúkdóma og deildarstjóra Rannsóknadeildar fisksjúk­dóma.

4.3. Eftirlitsdýralæknar skulu halda skýrslu í fjórriti um eftirlitsferðir sínar. Fisksjúk­dómanefnd lætur dýralæknum í té form fyrir slíkar skrár. Eftirlitsdýralæknar skulu gefa forráðamönnum stöðvanna skriflegar athugasemdir og fyrirmæli og veita þeim hæfilegan frest til úrbóta. Eftirlitsdýralæknar skulu jafnan sends dýralækni fisksjúkdóma/héraðsdýra­lækni og Rannsóknadeild fisksjúkdóma afrit úr skýrslu um eftirlitsferðir sínar og fyrirmæli að lokinni heimsókn í fiskeldisstöð.

 

IV. KAFLI.

Sjúkdómavarnir.

5. gr.

5.1. Eldisaðstaða í fiskeldisstöðvum skal vera þannig hönnuð og búin, að auðvelt sé að hreinsa hana. Sama gildir um gangs og vistarverur starfsfólks. Gæta skal þess að á athafnasvæði stöðvarinnar séu ekki hlutir er auka hættu á sjúkdómum eða valda óþrifnaði.

5.2. Úrgangi og rusli sem fellur til við dagleg störf skal safnað saman á sérstakan stað (í ílát), sem er aðskilinn frá eldisrými, fóðureldhúsi og gangvegum.


5.3. Gólf í seiðaeldisstöðvum skulu sótthreinsuð minnst vikulega.

5.4. Fóðurgeymslur og fóðureldhús skulu vera aðskilin frá öðrum hlutum fiskeldis­stöðvar og vera með sérinngangi, þar sem taka skal inn fóður og hráefni. Við flutning og móttöku á fóðri og hráefnum í það skal þess gætt að ekki berist með því smitsjúkdómar inn í stöð.

5.5. Gólf og veggir í fóðureldhúsi og fóðurgeymslu skulu vera vatnsþolin og slétt, svo auðvelt sé að þrífa og sótthreinsa þau. Húsbúnaður allur svo og áhöld skulu vera vatnsþolin. Gólf og áhöld í fóðureldhúsi skulu þvegin daglega og sótthreinsuð eftir þörfum, minnst viku­lega.

5.6. Verkfæri og annað sem ekki er notað daglega skal ekki geymt í fóðureldhúsi eða fóðurgeymslum.

5.7. Eldisker, klakbakkar, klakrennur og annað sem notað er til þess að geyma í eða ala í fisk, skal þvegið og sótthreinsað áður en þau eru tekin til notkunar fyrir nýjan eldishóp.

 

6. gr.

6.1. Til hreinsunar á eldiskerjum skal nota sérstök merkt áhöld fyrir hvert ker og halda þeim aðskildum frá öðrum áhöldum. Þegar áhöld eru ekki í notkun skulu þau geymd í sótthreinsivökva er endurnýja skal vikulega.

6.2. Stærri áhöld, sem notuð eru við fiskeldi og fiskur kemst í snertingu við, svo sem flokkunarvélar og flutningsker, skulu sótthreinsuð milli nota.

6.3. Ef súrefni og köfnunarefni er mælt í hverju eldiskeri á fætur öðru, skal nemi mælitækis sótthreinsaður á milli kerja.

 

7. gr.

7.1. Heimsóknum óviðkomandi aðila í fiskeldisstöðvar skal haldið í lágmarki.

7.2. Gestum skulu afhentar yfirhafnir, skófatnaður og plasthanskar til notkunar innandyra í klak- og eldisrými stöðvar.

7.3. Dýralæknir fisksjúkdóma lætur gera leiðbeiningarspjöld um sóttvarnir vegna heimsókna í fiskeldisstöðvar og skulu þau sett upp á áberandi stöðum í stöðvunum.

7.4. Þeir hlutar eldisstöðvar sem eru í einangrun skulu lokaðir öllum óviðkomandi.

 

8. gr.

8.1. Hundum og köttum skal ekki hleypt inn í eldisstöðvar og aldrei skal hleypa hundum og köttum inn í klakhús, eldishús og fóðurgeymslur nema slíkt sé gert til að vinna á meindýrum og þá undir eftirliti og skulu þeir sérstaklega merktir stöðinni. Girða skal fyrir ágengni meindýra og fugla þar sem fóður er geymt og eldi fer fram.

 

9. gr.

9.1. Hlífðar- og skófatnaður sem starfsmenn fiskeldisstöðvar nota í stöðinni skal ekki notaður utan hennar. Í eldisstöðvum skulu vera búningsklefar þar sem starfsfólk getur skipt um föt, þurrkað hlífðarföt og haldið hlífðarfötum og hversdagsfötum aðskildum. Þar skal og vera hreinlætisaðstaða.

 

10. gr.

10.1. Við meðhöndlun á sýktum eða sjálfdauðum fiski skulu notuð sérstök áhöld, hlífðar- og skófatnaður, sem skal þvo og sótthreinsa eftir notkun.

10.2. Sjálfdauðan fisk má ekki geyma í fóðureldhúsi, fóðurgeymslum eða kæligeymslu fyrir nýslátraðan fisk.


            10.3. Sjálfdauðan fisk og fiskúrgang, þ.m.t. úrgang sem fellur til við slátrun, skal:

a: brenna

b: grafa á viðurkenndum stað þar sem hundar, kettir, meindýr og fuglar komast ekki að c: dauðhreinsa

d: hakka og súrsa (pH undir 3,5)

10.4. Sjálfdauður fiskur og fiskúrgangur skal ekki notaður sem fiskifóður án dauðhreinsunar.

 

11. gr.

11.1. Óheimilt er að flytja til landsins eða milli fiskeldisstöðva innanlands áhöld og tæki sem notuð hafa verið við fiskeldi, nema þau séu hreinsuð og sótthreinsuð. Sama gildir um tæki og búnað sem notuð eru til flutnings á lifandi fiski milli stöðva innanlands og/eða til útlanda.

11.2. Komi áhöld, tæki eða búnaður sem fellur undir 11.1. erlendis frá, skal framvísa vottorðum dýralæknisyfirvalda, viðurkenndum af yfirdýralækni, um að sótthreinsun hafi farið fram á viðhlítandi hátt.

 

12. gr.

12.1. Dýralæknir fisksjúkdóma gefur út leiðbeiningar og setur nánari reglur um framkvæmd sótthreinsunar, sem mælt er fyrir í kafla þessum.

12.2. Fisksjúkdómanefnd er heimilt að setja nánari reglur um sjúkdómavarnir í einstökum fiskeldisstöðvum þar sem þess er þörf.

12.3. Um frárennsli frá fiskeldisstöðvum fer eftir ákvæðum rg. nr. 390/1985 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

 

V. KAFLI.

Rannsóknir á sýnum.

13. gr.

13.1. Rannsóknadeild fisksjúkdóma við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, sem starfar skv. lögum nr. 50/1986, rannsakar sýni sem tekin eru við reglubundið eftirlit skv. reglugerð þessari og athugana vegna gruns um smitsjúkdóma sem falla undir 14.1. og 14.2. með aðferðum sem fisksjúkdómanefnd viðurkennir.

 

VI. KAFLI.

Meðferð sjúkdóma.

14. gr.

14.1. Forráðamanni eldisstöðvar er skylt að tilkynna héraðsdýralækni eða dýralækni fisksjúkdóma þegar í stað ef vart verður við sjúkdóma í stöðinni. Þeir skulu þá hlutast til um að kannað sé svo fljótt sem auðið er um hvaða sjúkdóma sé að ræða. Jafnframt skal sá aðili sem tilkynningu fær þegar gera Rannsóknadeild fisksjúkdóma, fisksjúkdómanefnd og héraðsdýralækni eða dýralækni fisksjúkdóma, eftir því hvor hefur móttekið tilkynningu, aðvart.

14.2 Greinist eftirtaldir smitsjúkdómar við rannsókn hjá Rannsóknadeild fisksjúk­dóma skal deildin þegar í stað tilkynna það til fisksjúkdómanefndar og dýralæknis fisksjúkdóma:

a. Aeromonas salmonicida (furunculosis, kýlaveiki) b. Haemophilus piscium (ulcer disease, sárasýking)

c. Versinia ruckeri (enteric redmouth, rauðmunnaveiki)

d. Renibacterium salmoninarum, (BKD, nýrnaveiki)


e. Vibrio anguillarum (vibrio-veiki) f. IPN (Infectious pancretic necrosis)

g. IHN (Infectious haemopoetic necrosis)

h. VHS (Viral haermorrhagic septicaemia)

i. Mykosoma cerebralis (Whirling disease, hvirfilveiki)

j. Gyrodactylus salaris (roðfliðrusýki)

14.3. Telji héraðsdýralæknir eða dýralæknir fisksjúkdóma líkur á að fiskar í eldisstöð séu smitaðir af einhverjum hinna tilteknu sjúkdóma skv. 14.2., er þeim heimilt að banns þegar í stað hvern þann samgang við aðrar stöðvar eða staði sem valdið gætu dreifingu á smiti frá stöðinni, þ.m.t. banns afhendingu á afurðum. Jafnframt skulu þeir hlutast til um að sjúkdómsgreiningu sé hraðað svo sem kostur er. Fisksjúkdómanefnd skal, jafnskjótt og við verður komið, gera tillögur til landbúnaðarráðherra um, hvort bannið skuli halda gildi sínu eða aðrar nauðsynlegar takmarkanir.

14.4. Greinist einhver hinna tilteknu sjúkdóma skv. 14.2. í fiskeldisstöð eða líkur eru taldar á að fiskar í fiskeldisstöð séu smitaðir af þeim, er landbúnaðarráðherra heimilt að banns eða takmarka hvern þann samgang við aðrar stöðvar eða staði sem valdið gætu dreifingu á smiti frá stöðinni, þ.m.t. banns afhendingu á afurðum.

14.5. Gefa skal fiskeldisstöð skrifleg fyrirmæli um bann eða takmarkanir sem ákveðnar eru skv. 14.3. og 14.4. Bann eða takmarkanir fisksjúkdómanefndarinnar gilds í alit að sjö sólarhringa nema landbúnaðarráðherra hafi áður tekið ákvörðun um ráðstafanir skv. 80. gr. 1. nr. 76/1970 eða felli bannið úr gildi. Forráðamaður fiskeldisstöðvar getur skotið ákvörðun fisksjúkdómanefndar um bann skv. 14.3. og 14.4. til ráðherra.

14.6. Tilkynna skal viðkomandi lögreglustjóra um bann og takmarkanir skv. 14.3. og 14.4. og ráðstafanir sem ráðherra ákveður skv. 80. gr. 1. nr. 76/1970 og skal harm hlutast til um að þeim sé framfylgt í samráði við viðkomandi héraðsdýralækni og dýralækni fisksjúkdóma.

 

15. gr.

15.1. Þegar nauðsynlegt er að uppræta smit í fiskeldisstöð skal hreinsun og sótthreinsun gerð skv. fyrirmælum fisksjúkdómanefndar. Dýralæknir fisksjúkdóma skal í samstarfi við héraðsdýralækni hafa eftirlit með framkvæmd verksins en forráðamaður stöðvarinnar leggja fram nægjanlega aðstoð á Sinn kostnað svo verkið gangi fram án ónauðsynlegra tafa. Fiskeldisstöð ber allan kostnað af sótthreinsun sem og annarri hreinsun vegna smits í stöðinni.

 

VII. KAFLI.

Meðferð á undaneldisfiski og hrognum.

16. gr.

16.1. Óheimilt er fiskeldisstöðvum að taka villtan fisk til undaneldis án heimildar fisksjúkdómanefndar. Fisksjúkdómanefnd setur reglur um meðferð og rannsóknir á undaneldisfiskum.

 

17. gr.

17.1. Forráðamenn fiskeldisstöðva skulu láta fara fram sótthreinsun á öllum nýfrjóvg­uðum hrognum sem þeir ætla að ala, afhenda til eldis eða koma fyrir til náttúrulegs klaks í ám og vötnum.

17.2. Sótthreinsun hrogna skal fara fram á þann hátt sem fisksjúkdómanefnd segir fyrir um og skulu héraðsdýralæknar, í samvinnu við dýralækni fisksjúkdóma, leiðbeina og hafa eftirlit með því að sótthreinsun fari fram á viðhlítandi hátt. Þeir skulu og láta í té vottorð um sótthreinsun strax að verki loknu og skal þar tekið fram magn hrogna og uppruni þeirra.


17.3. Þeir sem ætla að sótthreinsa hrogn skulu tilkynna það héraðsdýralækni eða dýralækni fisksjúkdóma með rúmum fyrirvara. Þeir skulu og sjá fyrir nægilegum mannafla, svo verkið geti gengið fram án tafa. Kostnað við sótthreinsun og eftirlit skulu eigendur hrognanna berg.

 

18. gr.

18.1. Fisk sem gefin hafa verið sýklalyf má ekki nota til undaneldis (kreista) innan 120 daga frá því að lyfjagjöf fór fram, nema til komi leyfi fisksjúkdómanefndar.

18.2. Ef ástæða er talin til þess að gefa undaneldisfiski sýklalyf, skal lyfjagjöf vera undir eftirliti dýralæknis fisksjúkdóma í samvinnu við viðkomandi héraðsdýralækni.

 

VIII. KAFLI.

Notkun lyfja, bóluefna og litarefna.

19. gr.

19.1. Óheimilt er að blanda sýklalyfjum eða litarefnum í fóður fiska, nema til komi leyfi fisksjúkdómanefndar. Skal dýralæknir fisksjúkdóma í samvinnu við viðkomandi héraðsdýralækni hafa eftirlit með notkun fóðurs, sem blandað er sýklalyfjum, og hita eldisvatns sem notað er.

19.2. Fái fiskeldisstöð leyfi fisksjúkdómanefndar skv. 19.1. er stöðinni skylt að mæla og skrá reglulega skv. nánari fyrirmælum nefndarinnar eða setja upp búnað sem skráir reglulega vatnshita hjá fiskum sem fá lyfjagjöf og á því tímabili sem getur í 19.3.

19.3. Afurðir fiska sem gefið hefur verið fóður blandað sýklalyfjum eða gefið sýklalyf á annan hátt má ekki nýta til manneldis fyrr en 50 dögum eftir að lyfjameðferð lauk, en 100 dögum eftir að lyfjameðferð lauk, ef vatnshiti hefur verið undir 9 C fyrstu 50 dagana eftir að lyfjameðferð lauk.

 

20. gr.

20.1. Óheimilt er að bólusetja fisk til varnar tilteknum sjúkdómum nema til komi heimild fisksjúkdómanefndar. Skal hlíta fyrirmælum hennar um hvaða tegund bóluefnis skal nota og hvernig. Bólusetning skal fara fram undir eftirliti dýralæknis fisksjúkdóma í samvinnu við viðkomandi héraðsdýralækni.

20.2. Innflutningur bóluefnis til notkunar skv. 20.1. er háður reglum sem um það gilda hverju sinni.

 

21. gr.

21.1. Óski fiskeldisstöð eða kaupandi afurða frá stöð eftir að fram fari rannsókn vegna hugsanlegra leifa af tilteknum lyfjum í fiski, skulu eftirlitsdýralæknar taka sýni skv. reglum sem fisksjúkdómanefnd setur. Rannsóknadeild fisksjúkdóma sem starfar skv. lögum nr. 50/ 1986 rannsakar sýnin og lætur í té vottorð um þau. Sá sem óskar eftir rannsókn skv. þessari grein ber kostnað af henni og töku sýna. Sama gildir ef eftirlitsdýralæknir telur slíka rannsókn nauðsynlega vegna útgáfu vottorðs um lyfjagjöf.

 

IX. KAFLI.

Útgáfa heilbrigðisvottorða.

22. gr.

22.1. Eftirlitsdýralæknar skulu láta fiskeldisstöðvum í té vottorð um eftirlit, athuganir og störf sín í stöðvunum ef forráðamenn stöðvanna óska þess. Afrit af slíkum vottorðum skulu send Rannsóknadeild fisksjúkdóma.


22.2. Óski kaupandi hrogna, seiða, eldisfisks eða afurða hans að heilbrigðisvottorð fylgi vörunni skal:

a) eftirlitsdýralæknir láta í té vottorð um reglubundið eftirlit í viðkomandi stöð og annað   sem honum er falið skv. þessari reglugerð eða fellur undir starfsskyldur hans skv. lögum.            

b) Rannsóknadeild fisksjúkdóma, sem starfar skv. lögum nr. 50/1986, lætur í té vottorð             um rannsóknir sínar á sýnum úr viðkomandi fiskeldisstöð eftir því sem við á.

22.3. Ef vottorð skv. þessum kafla eru vegna fyrirhugaðs útflutnings skal sá sem gefur út vottorðið ganga úr skugga um að eftirlit og rannsóknir sem eftirlitið byggir á séu í samræmi við reglur um þau atriði í viðkomandi landi.

 

X. KAFLI.

Slátrun á eldisfiski.

23. gr.

23.1. Eldisfisk sem setja skal á markað eða afhenda með öðrum hætti til sölu, skal slátra í aðstöðu skv. 23.2 og héraðsdýralæknir hefur viðurkennt. Þar sem aðgerð, hreinsun og pökkun á eldisfiski fer fram má eigi samtímis vera önnur starfræksla eða geymsla á vöru sem skaðað eða mengað getur laxinn. Heimilt er að blóðgun eldisfisks fari fram utan dyra, enda sé harm strax fluttur í aðgerðarhús, þegar honum hefur blætt út.

23.2. Aðgerðarhúsnæði skal vera þannig að auðvelt sé að hreinsa það og sótthreinsa. Gólf skal vera steypt og halla að niðurföllum. Veggir úr ógegndræpu efni, ljóslitaðir. Lýsing skal vera góð (300 lux) og gluggar þannig úr garði gerðir, að unnt sé að verja fiskinn fyrir só1. Öllum tækjum,borðum og búnaði skal halda vel við og auðvelt skal vera að hreinsa harm eða sótthreinsa eftir því sem við á. Í húsinu skal vera nægt heilnæmt heitt vatn, og aðstaða til handþvotta haganleg. Starfsfólk skal klætt sérstökum hlífðarfötum við vinnu og í hvívetna skal gætt fyllsta hreinlætis.

23.3. Héraðsdýralæknar skulu eigi síðar en 1. janúar 1987 gera úttekt á aðgerðar­húsnæði þeirra fiskeldisstöðva sem þegar eru starfræktar við gildistöku þessarar reglugerðar. Setja skal viðkomandi tiltekinn frest til að gera úrbætur ef þörf krefur, þó ekki lengri en til 1. júní 1987. Hafi þá ekki verið gerðar nauðsynlegar úrbætur er óheimilt að slátra eldisfiski í húsnæðinu.

23.4. Forráðamaður eldisstöðvar getur skotið ákvörðunum héraðsdýralæknis skv. 23.1. og 23.3. til ráðherra sem fellir úrskurð í málinu að fenginni umsögn yfirdýralæknis.

 

24. gr.

24.1. Við slátrun á eldisfiski skal þess gætt að b1óð, slóg og annar úrgangur er til fellur valdi ekki smithættu og fara skal með harm í samræmi við ákvæði 10.4. Við aðgerðarhús skal vera aðstaða til að taka til hliðar fisk sem ber sjúkleg einkenni.

24.2. Tæki sem notuð eru til flutnings á fiski til slátrunar skulu þannig gerð að auðvelt sé að sótthreinsa þau, og þau skulu ávallt sótthreinsuð milli flutninga.

24.3. Ef grunur leikur á að í eldisstöð leynist smitsjúkdómur, skal sýna sérstaka gát við slátrun á fiski frá stöðinni, og fara fram rækileg sótthreinsun á sláturaðstöðu og öllum búnaði,strax að slátrun lokinni, áður en slátrun frá öðrum hefst.

24.4. Sjálfdauður eldisfiskur er óhæfur til sölu og sama gildir um sjúkan fisk nema héraðsdýralæknir leyfi sölu á honum.

 

25. gr.

25.1. Héraðsdýralæknar skulu hafa vakandi auga með því að hreinlætis, þrifnaðar og reglusemi sé ávallt gætt við slátrun á eldisfiski. Skal harm eða fulltrúi hans, sem yfirdýralæknir hefur viðurkennt, hafa gætur á hvort til slátrunar komi fiskur sem beri sár, bólgur eða önnur sjúkleg einkenni, eða hvort í fiskinum kunni að leynast lyfjaleifar eða önnur óæskileg efni, er valda því að fiskurinn er ekki hæfur til manneldis.

25.2. Dýralæknir fisksjúkdóma gefur út leiðbeiningar um deyðingu, blóðtæmingu, aðgerð, kælingu, frystingu, flokkun, pökkun og merkingu og setur nánari reglur um framkvæmd sótthreinsunar sem mælt er fyrir í kafla þessum.

 

XI. KAFLI.

Kostnaður vegna eftirlits og rannsókna.

26. gr.

26.1. Kostnaður við reglubundið eftirlit, þ.m.t. eftirlit vegna slátrunar á eldisfiski, sýnatöku og ferðir, greiðist af eigendum fiskeldisstöðva skv. gjaldskrá sem landbúnaðar­ráðuneytið gefur út skv. 81. gr. 1. nr. 76/1970.

26.2. Kostnaður við eftirlit og rannsóknir héraðsdýralækna og dýralæknis fisksjúk­dóma í fiskeldisstöð, sem sett hefur verið í dreifingarbann skv. 14.3., 14.4. eða 80. gr. I. nr. 76/1970, skal greiddur úr ríkissjóði. Tekur ákvæði þetta til eftirlits og rannsókna frá því að stöð er sett í bann og þar til því er létt af og aðeins til þess hluta stöðvar og fiska, sem slíkar ákvarðanir taka til. Sé heimiluð takmörkuð dreifing á afurðum, undir eftirliti dýralæknis, frá stöð sem sætir dreifingarbanni, ber viðkomandi stöð kostnað af slíku eftirliti og rannsóknum vegna þess.

26.3. Ekkert gjald kemur fyrir sýni sem tekin eru vegna eftirlits og rannsókna samkvæmt þessari reglugerð.

26.4. Um kostnað vegna rannsókna Rannsóknadeildar fisksjúkdóma á sýnum sem tekin eru skv. ákvæðum þessarar reglugerðar fer eftir 16.gr. 1. nr. 50/1986, og er eigandi fiskeldisstöðvar ábyrgur fyrir greiðslu kostnaðar vegna rannsóknar á sýni sem eftirlitsdýra­læknir hefur tekið í stöð hans.

 

XII. KAFLI.

Ýmis ákvæði.

27. gr.

27.1. Fisksjúkdómanefnd, dýralæknir fisksjúkdóma, héraðsdýralæknar og fulltrúar þeirra sem hafa fengið viðurkenningu yfirdýralæknis, skulu hafa frjálsan aðgang að öllum mannvirkjum fiskeldisstöðva óæði til reglubundins eftirlits og í því skyni að karma fisksjúkdóma, búnað stöðvanna og aðstæður, þegar nauðsyn krefur. Sömu aðilar hafa og heimild til að taka þar sýni til frekari rannsókna eins og þörf er á og þeim skulu veittar altar nauðsynlegar upplýsingar. Rísi ágreiningur um aðgang þessara aðila að fiskeldisstöð eða upplýsingum, sker ráðherra úr. Við heimsóknir og meðferð upplýsinga skal gætt ákvæða 2. og 3. mgr. 12.gr. 1. nr. 50/1986.

27.2. Eiganda eða forráðamanni fiskeldisstöðvar er skylt að veita eftirlitsdýralæknum nauðsynlega aðstoð við töku sýna og eftirlit skv. reglugerð þessari.

 

28. gr.

28.1. Forráðamaður fiskeldisstöðvar skal halda nákvæmt bókhald um altar afhendingar á hrognum og fiski frá stöðinni. Þar skal tilgreint hvenær afhending hafi farið fram og hve mikið magn og hvaða tegund hafi verið afhent hverju sinni, hver sé móttakandi og hvernig hrognum eða fiskum hefur verið ráðstafað.

28.2. Þá skal og skrá magn hrogna, seiða, undaneldisfiska og eldisfiska sem geymdir eru í fiskeldisstöð um hver áramót.


28.3. Skylt er að upplýsa eftirlits- og rannsóknaraðila um ofangreind atriði, sé þess óskað.

28.4. Dýralæknir fisksjúkdóma lætur í té eyðublöð fyrir skýrslur skv. þessari grein.

 

29. gr.

29.1. Rísi ágreiningur um verkaskiptingu milli héraðsdýralækna og dýralæknis fisksjúk­dóma við framkvæmd þessarar reglugerðar, sker yfirdýralæknir úr.

 

30. gr.

30.1. Um brot á ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt j-1ið 1. mgr. 97.gr. 1. nr. 76/1970, enda varði brotið ekki þyngri refsingu samkvæmt öðrum lögum.

30.2. Með mál út af brotum gegn ákvæðum reglugerðar þessarar skal farið að hætti opinberra mála.

 

31. gr.

31.1. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 66. og 81. gr. 1. nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, 1. nr. 77/1981 um dýralækna með síðari breytingum og 2. mgr. 11. gr. 1. nr. 50/1986 um Rannsóknadeild fisksjúkdóma.

31.2. Við gildistöku þessarar reglugerðar falla úr gildi reglugerð nr. 70/1972 og reglugerð nr. 200/1978 um breytingu á þeirri reglugerð.

31.3. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

 

Landbúnaðarráðuneytið, 18. september 1986.

 

Jón Helgason.

 

Guðmundur Sigþórsson.


 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica