Sjávarútvegsráðuneyti

575/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 6, 6. janúar 2000, um veiðar á samningssvæði Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnunarinnar, NAFO, 2000. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 6, 6. janúar 2000, um veiðar á samningssvæði

Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnunarinnar, NAFO, 2000.

 

1. gr.

Í stað orðanna _deilisvæði 3M" í 3. málsl. 1. mgr. 7. gr. kemur: Flæmingjagrunni.

 

2. gr.

Við bætist nýr kafli sem orðast svo og breytist röð annarra kafla og greina samkvæmt því:

 

III. KAFLI

Rækjuveiðar á deilisvæði 3L.

14. gr.

Rækjuveiðar eru heimilar á þeim hluta deilisvæði 3L sem er austan línu sem liggur milli 46°00N/47°53V, 46°40N/47°20V og 47°19N/47°43V frá gildistöku reglugerðar þessarar til 14. september og frá 1. til 31. desember. Veiðar á svæðinu mega aðeins fara fram á meira en 200 metra dýpi.  Veiðar á svæðinu eru aðeins heimilar þeim íslensku skipum sem hafa aflamark í rækju á svæðinu.  Einungis eitt íslenskt fiskiskip má vera á veiðum á svæðinu hverju sinni. Hafi íslenskt skip tilkynnt sig inn á svæðið, sbr. 16. gr., er öðru íslensku skipi óheimilt að hefja veiðar á svæðinu án samþykkis Fiskistofu.

 

15. gr.

Á árinu 2000 er íslenskum skipum sem fá veiðileyfi á deilisvæði 3L, sbr. 14. gr., heimilt að veiða 67 lestir af rækju á því hafsvæði. Fiskistofa skal úthluta aflamarki vegna ársins 2000 milli skipa í samræmi við aflahlutdeild þeirra í rækju á Flæmingjagrunni við gildistöku reglugerðar þessarar.

 

16. gr.

Skip sem hyggst stunda veiðar á deilisvæði 3L, sbr. 14. gr., skal tilkynna Fiskistofu með a.m.k. 24 klukkustunda og í mesta lagi 48 klukkustunda fyrirvara um siglingu inn á svæðið og með sama fyrirvara tilkynna Fiskistofu þegar siglt er út af svæðinu eftir veiðar á því.  Í tilkynningu skal tilgreina tíma, dagsetningu og staðsetningu skipsins, áætlaða komu þess eða brottför af svæðinu og magn rækjuafla um borð.  Tilkynna skal Fiskistofu þegar veiðum er lokið á deilisvæði 3L, sbr. 14. gr.

 

17. gr.

Ef samanlagður aukaafli allra tegunda sem eru undir stjórn NAFO verður meiri en 2,5% af þunga í hali er skylt að yfirgefa veiðistað.  Ekki er heimilt að hefja veiðar innan 5 sjómílna frá þeim stað.

 

18. gr.

Allur rækjuafli sem veiddur er á deilisvæði 3L, sbr. 14. gr., skal greinilega auðkenndur.

 

19. gr.

Við veiðar á deilisvæði 3L, sbr. 14. gr., skal lengd keðju sem festir bobbinga eða sambærilegan búnað við troll vera a.m.k. 72 cm.

 

20. gr.

Ákvæði 2., 4., 5., 6., 7., 8., 9., 10., 11. og 12. gr., gilda að öðru leyti og eftir því sem við á að breyttum breytanda um veiðar samkvæmt þessum kafla.

 

 

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað orðanna _2. gr." kemur: 2. og 14. gr.

b. Orðið _3L" fellur brott.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands til þess að öðlast þegar gildi.

 

Sjávarútvegsráðuneytinu, 8. ágúst 2000.

 

Árni M. Mathiesen.

Kristín Haraldsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica