Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

378/1998

Reglugerð um skoðun ökutækja. - Brottfallin

I. SKILGREININGAR.

1. gr.

Skoðun ökutækja: Almenn skoðun ökutækja, breytingaskoðun og skráningarskoðun.

Almenn skoðun: Lögboðin öryggisskoðun ökutækis sem er aðalskoðun og endurskoðun.

Aðalskoðun: Athugun til að ganga úr skugga um að einstakir hlutar og kerfi ökutækis uppfylli kröfur sem gerðar eru í reglum um það efni.

Breytingaskoðun: Athugun til að ganga úr skugga um að breytingar á veigamiklum atriðum, frá því sem fram kom við gerðarviðurkenningu eða skráningarviðurkenningu, séu í samræmi við reglur um gerð og búnað ökutækja.

Skráningarskoðun: Athugun til að ganga úr skugga um að ökutæki sé í samræmi við reglur um gerð og búnað ökutækja og einstakir hlutar og kerfi ökutækis uppfylli kröfur sem gerðar eru í reglum um það efni.

Endurskoðun: Athugun til að ganga úr skugga um að einstakir hlutar og kerfi ökutækis uppfylli kröfur sem gerðar eru í reglum um það efni, eftir að bætt hefur verið úr frávikum sem athugasemdir voru gerðar við í almennri skoðun, breytingaskoðun eða skráningarskoðun.

Skoðunarstofa: Faggilt skoðunarstofa sem hlotið hefur starfsleyfi til að annast skoðun ökutækja í samræmi við reglur þar um.

Skoðunarstofa I: Skoðunarstofa sem hefur heimild til að annast skoðun skoðunarskyldra ökutækja óháð leyfðri heildarþyngd.

Skoðunarstofa II: Skoðunarstofa sem hefur heimild til að annast skoðunarskyldra ökutækja sem eru 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd eða minna.

Endurskoðunarverkstæði: Verkstæði sem hlotið hefur starfsleyfi til að endurskoða að bætt hafi verið úr frávikum sem fram hafa komið við aðalskoðun, breytingaskoðun og skráningarskoðun.

Skoðunarvottorð (ökutækis): Skjal, undirritað af skoðunarmanni, sem staðfestir fyrirliggjandi búnað ökutækis og/eða ástand.

Skoðunarhandbók: Handbók um framkvæmd og dæmingar einstakra skoðunaratriða.

II. ALMENN SKOÐUN ÖKUTÆKJA.

Ökutæki fært til skoðunar.

2. gr.

Ökutæki skráð hér á landi skal færa til almennrar skoðunar í skoðunarstofu samkvæmt því sem hér segir í 3. - 10. gr. og það skoðað samkvæmt ákvæðum III. kafla svo að ganga megi úr skugga um hvort það sé í lögmæltu ástandi.

Sama gildir um skráningarskylt ökutæki sem færa skal til breytingarskoðunar eða skráningarskoðunar áður en það verður skráð.

Endurskoðun má framkvæma á endurskoðunarverkstæði.

3. gr.

Eigandi/umráðamaður ökutækis ber ábyrgð á að ökutæki verði fært til skoðunar.

Eftirtalin ökutæki skal færa árlega til almennrar skoðunar frá og með næsta ári eftir skráningu:

a. Sendibifreiðir.

b. Vörubifreiðir.

c. Hópbifreiðir.

d. Leigubifreiðir til mannflutninga.

e. Bifreiðir sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni án ökumanns.

f. Kennslubifreiðir.

g. Ökutæki til neyðaraksturs.

h. Eftirvagna með leyfða heildarþyngd meiri en 3.500 kg.

i. Létt bifhjól.

5. gr.

Bifreiðir, bifhjól og skráða eftirvagna, sem eigi eru talin í 4. gr., skal færa til almennrar skoðunar á þriðja ári eftir að ökutækið var skráð fyrsta sinni og síðan árlega frá og með fimmta ári eftir að ökutækið var skráð í fyrsta sinni.

6. gr.

Hafi ökutæki verið breytt í atriðum sem kalla á breytta skráningu skal færa það til breytingarskoðunar.

7. gr.

Skráningarstofu ökutækja er heimilt að kveðja ökutæki, einstakar tegundir eða gerðir, til sérstakrar skoðunar.

8. gr.

Bifreiðir og eftirvagna skal færa til almennrar skoðunar í þeim mánuði sem síðasti tölustafur á skráningarmerki ökutækisins vísar til. Þannig skal ökutæki með skráningarmerki sem endar á 1 fært til skoðunar í janúar og ökutæki með skráningarmerki sem endar á 0 í október. Heimilt er þó að færa ökutæki til skoðunar allt að 6 mánuðum fyrr á almanaksárinu, og 10 mánuðum fyrr hafi ökutækið gilda skðoun sem fram fór fyrir 1. nóvember liðins árs. Hafi ökutæki einkamerki með tölustaf sem síðast staf á skráningarmerki ræðst skoðunarmánaður af honum en bókstafir sem síðasti stafur á skráningarmerki jafngilda 5 sem síðasta tölustaf á skráningarmerki.

Hafi eiganda/umráðamanni ökutækis eigi gefist kostur á að færa ökutækið til almennrar skoðunar í skoðunarmánuði þess skal það í síðasta lagi fært til skoðunar fyrir lok annars mánaðar þaðan í frá. Í dreifbýli þar sem lengra er en 80 km til næstu skoðunarstofu er eiganda/umráðamanni heimilt að færa ökutæki til skoðunar í síðasta lagi fyrir lok fjórða mánaðar eftir skoðunarmánuð, sbr. þá ákvæði 4. mgr.

Bifhjól, þar með talin létt bifhjól, skal færa til skoðunar fyrir 1. júlí, óháð síðasta tölustaf á skráningarmerki.

Öll ökutæki sem skal færa til almennrar skoðunar á almanaksári skulu hafa verið færð til skoðunar fyrir árslok.

9. gr.

Þegar ný gerð skráningarmerkja er sett á ökutæki í stað skráningarmerkja af eldri gerð ræðst það af síðasta tölustaf á nýja skráningarmerkinu í hvaða mánuði það skulu fært til almennrar skoðunar, þó þannig að frestur til skoðunar skv. 2. mgr. 8. gr. skerðist ekki miðað við afhendingu nýju merkjanna. Sama er ef á bifreið eru sett skráningarmerki af gerð sem notuð var fram til 1949.

Skoðun við afhendingu skráningarmerkja.

10. gr.

Nú eru afhent að nýju skráningarmerki ökutækis, sem lögð hafa verið inn til geymslu eða tekin voru af ökutæki af öðrum ástæðum en vanbúnaði, áður en ökutæki sem ekki hefur lengur gilda skoðun er fært til almennrar skoðunar. Skal þá eigandi/umráðamaður ökutækisins fá hæfilegan frest til að færa ökutækið til skoðunar, enda hafi eigandi (umráðamaðurinn lýst því skriflega yfir að ökutækið sé hæft til skoðunar, og sérstakar ástæður mæla ekki gegn því að ökutækið verði tekið í notkun.

Ökutæki sem lögreglan hefur tekið skráningarmerki af vegna vanbúnaðar eða tjóns skal jafnan færa til skoðunar áður en skráningarmerki eru afhent að nýju. Skráningarstofa getur tekið gilda staðfestingu um viðgerð á tjónabifreið sem gefin er af bifreiðaverkstæði sem hún viðurkennir.

Skoðunarmiðar.

11. gr.

Nú hefur ökutæki fengið skoðun án athugasemda, eða gerðar hafa verið athugasemdir við atriði sem ekki hafa veruleg áhrif á akstursöryggi ökutækisins og eignadi/umráðamaður þess ábyrgist að bæta þegar úr þeim, og skal þá ökutækið fá nýjan skoðunarmiða sem segir til um það ár sem ökutækuð skal næst fært til almennrar skoðunar. Skoðunarmiða skal komið fyrir á þar til gerðum reit skráningarmerkis ef ökutækið ber þannig skráningarmerki en annars í vinstra og neðra horni framrúðu.

Nú gerir skoðunarmaður athugasemdir við ásigkomulag ökutækis þannig að færa þarf það til skoðunar á ný og skal hann þá veita frest til að færa ökutækið til endurskoðunar samkvæmt ákvæðum III. kafla. Skoðunarmaður skal þá íma grænan miða með áletrunni "ENDURSKOÐUN" yfir skoðunarmiða á skráningarmerki, eða í stað skoðunarmiða í framrúðu. Á miðanum skal tilgreina þann mánuð sem ökutækið skal í síðasta lagi fært til endurskoðunar.

Nú kemur í ljós við skoðun ökutækis að búnaði þess er verulega áfátt þannig að ökutækið er til hættu fyrir umferðaröryggi og skal þá skoðunarmaður banna notkun þess. Skal skoðunarmaður gefa það til kynna með því að líma rauðan miða með áletrunni "NOTKUN BÖNNUÐ" yfir skoðunarmiða á skráningarmerki eða í stað skoðunarmiða í framrúðu, er kveði á um bann við notkun ökutækisins þar til að því hefur verið komið í lögmælt ástand og það fært til endurskoðunar. Þó er heimilt að aka ökutæki stystu leið frá viðgerðarstað til endurskoðunar.

Skoðunarmiðar skulu vera sem næst af sömu stærð og reitur sem fyrir þa er ætlaður á skráningarmerki og með skjaldarmerki Íslands. Að öðru leyti skulu þeir gerðir samkvæmt fyrirmælum dómsmálaráðuneytisins.

12. gr.

Nú er ökutæki vísað frá skoðun vegna þess að greinilegt ósamræmi er milli verksmiðjunúmers og færslu þess í skráningarskírteini eða greinilegt ósamræmi er millli skráningarskírteinis eða ökutækis að öðru leyti. Skal þá skoðunarmaður banna notkun ökutækisins og gefa það til kynna með því að líma rauðan miða, sbr. 3. mgr. 11. gr., yfir skoðunarmiða á skráningarmerki eða í stað skoðunarmiða í framrúðu. Miðanum skal ekki breyta fyrr en misræmi í skráningaratriðum ökutækisins hefur verið leiðrétt.

13. gr.

Eigandi/umráðamaður ökutækis skal ábyrgjast að skoðunarmiði sé til staðar á skráningarmerki ökutækisins, eftir atvikum í framrúðu þess, og að miðinn sé ávallt greinilegur og læsilegur. Óheimilt er öðrum en skoðunarmönnum á skoðunarstofu eða endurskoðunarverkstæði og lögreglunni að hylja skoðnarmiða eða fjarlægja hann af skráningarmerki eða framrúðu ökutækis.

Skoðunarvottorð.

14. gr.

Skoðunarmaður skal láta eiganda/umráðamanni í té vottorð, sem gert skal samkvæmt fyrirmælum dómsmálaráðuneytisins, um skoðunina og niðurstöðu hennar. Skal skoðunarvottorðið varðveitt með skráningarskírteini ökutækisins.

Lögreglan kveður ökutæki til skoðuanr.

15. gr.

Þegar lögreglan kveður ökutæki, sem vanrækt hefur verið að færa til almennrar skoðunar skv. 8. gr. eða til endurskoðunar skv. 2, mgr. 11. gr., til skoðunar, skal það gert með því að líma sérstakan boðunarmiða yfir skoðunarmiða ökutækisins. Sama er ef öryggis- eða mengunarvarnarbúnaði ökutækis er að mati lögreglunnar áfátt, þótt almenn skoðun þess sé í gildi.

Á boðunarmiðanum skal vera merki lögreglunnar og á honum skal kveðið á um þann frest sem gefinn er til að færa ökutækið til skoðunar, að hámrki sjö dagar. Lögreglan skal tilkynna skráningarstofu samdægurs um kvaðninguna. Boðunarmiðar skulu gerðir samkvæmt fyrirmælum Ríkislögreglustjórans.

III. FRAMKVÆMD SKOÐUNAR ÖKUTÆKJA.

Almennt um skoðun ökutækja.

16. gr.

Með skoðun ökutækja skal leitast við að finna frávik frá því hvernig ökutækið skal vera, þ. e. galla og alvarlegar bilanir sem gera ökutækið óöruggt í umferð í umferð, finna atriði sem valda óeðlilegri mengun umhverfisins og atriði sem eru í ósamræmi vð tilskilin gildi. Einnig skal með skoðun ökutækja staðfesta að samræmi sé á milli ökutækis og skráningargagna.

Skoðun ökutækja skal framkvæma í samræmi við Skoðunarhandbók sem ráðuneytið gefur út.

Hafi ökutæki fengið athugasemd við skoðun hefur eigandi/umráðamaður ökutækisins aðeins heimild til að aka því í samræmi við niðurstöðu skoðunar. Akstursbann kemur sjálfkrafa á ökutæki þegar frestur til að færa það til skoðunar er útrunninn.

Ef í ökutæki er búnaður sem tilgreindur er í Skoðunarhandbók en ekki er gerð krafa um hann í reglugerð um gerð og búnað ökutækja, eða ljósa- og merkjabúnaður sem ekki er gerð krafa um í reglum, skal ástand hans engu að síður vera gott og virkni fullnægjandi.

Ef ástand og/eða útlit ökutækis gefur tilefni til skal því reynsluekið til að betur megi kanna virkni einstakra atriða. Endanleg skoðun og dæming skal þó fara fram í skoðunarstofu.

Við almenna skoðun ökutækis og breytingaskoðun skal skoðunarmaður athuga hvort ökutækið sé rétt skráð og hvort verksmiðjunúmer þess sé í samræmi við skráningarskírteini. Skoðun og dæming ökutækis skal byggjast á ástandi þess hverju sinni.

Dæming skoðunaratriða.

18. gr.

Dæming skoðunaratriðis skal miðast við hvort um er að ræða bifreið, bifhjól eða eftirvagn og hversu alvarlegur galli eða frávik frá réttu gildi er.

Dæming skoðunaratriða skal vera í samræmi við Skoðunarhandbók og miðast við hve alvarlegt ástand er á viðkomandi skoðunaratriði að teknu tilliti til umferðaröryggis og mengunar.

Þrír möguleikar eru gefnir á dæmingu skoðunaratriða, dæming1, 2 eða 3:

a. "1" er þess eðlis að viðkomandi skoðunaratriði er greinilega skemmt, greinilega slitið eða

hefur takmarkaða virkni.

b. "2" er þess eðlis að viðkomandi skoðunaratriði er mikið skemmt, mikið slitið eða hefur ófullnægjandi virkni.

c. "3" felur í sér að viðkomandi skoðunaratriði er alvarlega skemmt, alvarlega slitið eða hefur alvarlega skerta virkni.

Hvert einstakt skoðunaratriði skal dæmt út af fyrir sig og án tillits til annara dæminga.

Niðurstaða skoðunar.

19. gr.

Niðurstaða skoðunar skal færð í skoðunarvottorð í samræmi við hæstu tölu dæmingar hvers einstaks skoðunaratriðis. Niðurstaða skoðunar getur verið ferns konar, þ. e, án athugasemdar, lagfæring, endurskoðun og akstursbann:

a. Engin athugasemd leiðir af sér niðurstöðuna "án athugasemdar".

b. "1" sem hæsta tala dæmingar felur í sér kröfu um að lagfært verði allt sem gerð var athugasemd við á skoðunarvottorði, án þess að krafa sé gerð um endurskoðun. Niðurstaða skoðunarinnar er "lagfæring". Innan eins mánaðar skal eigandi/umráðamaður hafa bætt ú þeim frávikum sem komið hafa í ljós við skoðun.

c. "2" sem hæsta tala dæmingar felur í sér kröfu um að án tafar verði lagfært allt sem gerð var atugasemd við á skoðunarvottorði og ökutækið fært til endurskoðunar. Niðurstaða skoðunarinnar er "endurskoðun". Til endurskoðunar skal almennt veita frest til sama dags næsta mánaðar, en þó ekki lengur en nemur dagafjölda mánaðarins. Í dreifbýli þar sem lengra er en 80 km í næstu skoðunarstofu eða á endurskoðunarverkstæði og ekki er hægt að fá ökutæki endurskoðað innan eins mánaðr er heimilt að veita frest til sama dags þriðja mánaðar frá skoðunarmánuði, en þó ekki lengur en nemur dagafjölda mánaðarins.

d "3" sem hæsta tala dæmingar hefur í för með sér að vélknúnu ökutæki má ekki aka með eigin vélarafli. Niðurstaða skoðunarinnar er "akstursbann". Þrátt fyrir akstursbann er heimilt að færa ökutæki með eigin vélarafli frá viðgerðarstað skemmstu leið til skoðunar. Eftirvagn er heimilt að draga til viðgerðarstaðar og til skoðunar.

Ef aðeins hefur verið gerð athugasemd við eitt skoðunaratriði og það hlotið dæmingu 2 skal, ef við skoðunaratriðið er merkt X í Skoðunarhandbók, breyta niðurstöðu skoðunarvottorðs á þann hátt að hún verði "lagfæring".

Niðurstaða aðalskoðunar skal vera óháð niðurstöðum undangenginna skoðana. Niðurstaða endurskoðunar skal vera akstursbann ef í minni hluta hefur verið bætt úr athugasemdum sem gerðar voru við undangengna skoðun.

Niðurstaða skoðunar skal vera akstursbann ef skoðunaratriði hlýtur dæmingu 2 eða 3 við skoðun ökutækis sem lögregla hefur tekið skráningarmerki af vegna vanbúnaðar.

Niðurstaða skoðunar skal vera akstursbann ef í minni hluta hefur verið bætt úr athugasemdum sem gerðar voru við undangengna skoðun ökutækis sem lögregla hefur skráningarmerki af vegna þess að frestur til að mæta með það til endurskoðunar er útrunninn.

Endurskoðun.

20. gr.

Ef ökutæki er fært til endurskoðunar innan þess frests sem gefinn var við undangengna skoðun og vottorði vegna þeirrar skoðunar er framvísað skal endurskoðunin eingöngu eingöngu fela í sér skoðun á þeim atriðum sem athugasemd var gerð við og athugun á því hvernig lagfæring fráviks hafi ekki kallað fram ný frávik.

Til að ökutæki geti hlotið fullnaðarskoðun við endurskoðun skulu öll frávik, sem gerðar voru athugasemdir við í síðustu skoðun, hafa verið lagfærð.

Ef í ljós kemur að ekki er unnt vegna skorts á varahlutum að lagfæra innan tilskilins frests sem gerð var athugasemd við í aðalskoðun er heimilt að veita 30 daga frest til viðbótar áður útgefnum fresti. skilyrði fyrir því er að:

a. Áður útgefinn frestur sé ekki útrunninn.

b. Skoðunarvottorð aðalskoðunar sé lagt fram.

Ef ökutæki er fært til endurskoðunar eftir að frestur til endurskoðunar er liðinn skal það skoðað á skoðunarstofu á sama hátt og um aðalskoðun væri um að ræða.

IV. STARFSHÆTTIR ÞEIRRA ER ANNAST SKOÐUN ÖKUTÆKJA.

Tæknilegar kröfur.

21. gr.

Tæknileg framkvæmd við skoðun ökutækja skal vera í samræmi við reglugerð um gerð og búnað ökutækja, ákvæði í III. kafla og aðrar reglur er lúta að skoðun ökutækja.

Faggilding.

22. gr.

Skoðunarstofa skal hafa hlotið faggildingu í samræmi við reglugerð um starfsemi faggiltra óháðra skoðunarstofa og staðal ÍST EN 45004, viðauka A, og nánari ákvæði í reglugerðum sem settar eru samkvæmt heimilf í umferðarlögum og lögum um vog, mál og faggildingu.

Starfsemi.

23. gr.

Starfsemi skoðunarstofu skal haga á þann hátt að treysta megi að fullu að starfsemin sé í samræmi við ákvæði reglugerðar um starfsemi faggiltra óháðra skoðunarstofa. Skoðunarstofa má ekki jafnframt annast viðgerðir á ökutækjum, sölu á varahlutum í ökutæki eða aðra þá þjónustu er stangast á við hlutleysisreglur reglugerðarinnar og staðalsins ÍST EN 45004.

Skoðunarstofa skal geta annast almenna skoðun á öllum ökutækjum, sbr. viðauka I og II, sem færa skal til skoðunar.

Endurskoðunarverkstæði.

24. gr.

Verkstæði sem annast endurskoðun ökutækja skal hafa hlotið faggildingu í samræmi við ákvæði í reglugerð um B-faggildingu verkstæða til endurskoðunar ökutækja og ákvæði í reglum um skoðun ökutækja og starfsleyfi ráðuneytisins.

Starfsleyfi.

25. gr.

Dómsmálaráðuneytið veitir starfsleyfi til reksturs skoðunarstofa til að annast skoðun ökutækja. Það veitir og starfsleyfi til endurskoðunar á endurskoðunarverkstæðum.

Skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði skulu sinna öllum skoðunarbeiðnum sem berast, sbr. viðauka I og II.

Starfsleyfi skoðunarstofa og endurskoðunarverkstæða skulu veitt til fimm ára í senn. Starfsleyfi fellur niður ef skoðunarstofa eða endurskoðunarverkstæði hættir starfsemi. Framsal starfsleyfis er óheimil.

Dómsmálaráðuneytinu er heimilt að kanna starfsemi skoðunarstofa og endurskoðunarverkstæða eins og þurfa þykir. Slík könnun er óháð reglulegu eftirliti faggildingaraðila.

26. gr.

Sá sem sækir um starfsleyfi til reksturs skoðunarstofu skal leggja fram sönnun um að hann hafi hlotið faggildingu á viðkomandi faggildarsviðum. Enn fremur skal hann staðfesta að skoðunarstofan:

- muni innheimta og standa skil á innheimtu umferðaröryggisgjaldi í samræmi við reglugerð um umferðaröryggisgjald,

- hafi tæknilegan stjórnanda í föstu starfi með tilskilda hæfni í samræmi við ákvæði 31. gr.,sem beri tæknilega ábyrgð á framkvæmd skoðana,

- hafi nægan fjölda fastráðinna skoðunarmanna með fullnægjandi þekkingu til að annast skoðanir. Hæfniskröfur skulu hið minnsta vera í samræmi við ákvæði 31. gr.,

- Hafi yfir að ráða hentugu húsnæði og aðstöðu þar sem unnt er að framkvæma allar skoðanir í samræmi við faggildingarsvið,

- hafi yfir að ráða hentugum tækjabúnaði í samræmi við viðauka I,

- muni taka þátt í samanburðarskoðunum þegar ráðuneytið óskar eftir því og hlíti fyrirmælum um ráðstafanir ef frávik milli skoðunarstofa koma fram. Skoðunarstofan skal vera allan kostnað vegna þeirrar þátttöku og ráðstafana sem gera verður,

- muni taka þátt í samvinnuverkefnum þegar óskað er og

- muni senda niðurstöður almennra skoðana, breytingaskoðana og skráningarskoðana og dæmingu hvers einstaks skoðunarliðs, ásamt stöðu akstursmælis og niðurstöðu mengunarmælinga, samdægurs til skráningarstofu.

27. gr.

Dómsmálaráðuneytið getur heimilað skoðunarstofu að skoða ökutæki, á faggildingarsviðum sem skoðunarstofan hefur, á endurskoðunarverkstæði sem er fjær skoðunarstofu I en 35 km og á öðru verkstæði sem er fjær skoðunarstofu og endurskoðunarverkstæði en 35 km. Áður en skoðunarstofa hefur starfsemi á endurskoðunarverkstæði eða öðru verkstæði skal skoðunarmaður ganga úr skugga um að aðstaða sé í samræmi við eðli skoðunar og að tæki sem notuð eru við skoðunina séu í lagi. Verkstæði skal hafa yfir að ráða hentugum tækjabúnaði í samræmi við viðauka I. Á þeim tíma sem skoðunarstofa hefur aðstöðu á endurskoðunarverkstæði eða öðru verkstæði skal engin starfsemi fara fram á vegum verkstæðisins í þeim hluta húsnæðis eða með tækjum sem skoðuanrstofan hefur til afnota.

28. gr.

Sá sem sækir um starfsleyfi til rekstur á endurskoðunarverkstæði skal leggja fram sönnun um að verkstæðið hafi hlotið B-faggildingu. Enn fremur skal hann staðfesta að endurskoðunarverkstæðið:

- hafi starfsmann í föstu starfi, sem ber ábyrgð á að skoðunarstarfsemin fari fram í samræmi við settar reglur. Hæfniskröfur skulu hið minnsta vera í samræmi við ákvæði 31. gr.,

- hafi fastráðinn skoðunarmann með fullnægjandi þekkingu og reynslu til að annast endurskoðun. Hæfniskröfur sklu hið minnsta vera í samræmi við ákvæði 31. gr.,

- hafi yfir að ráða hentugu húsnæði til að nota við endurskoðun ökutæjka á þeim sviðum sem það hefur faggildingu til,

- hafi yfir að ráða hentugum tækjabúnaði í samræmi við viðauka I,

- muni senda niðurstöður skoðana samdægurs til skráningarstofu, og

- muni taka þátt í samanburðarskoðunum verði þess óskað.

Leyfissvipting.

29. gr.

Dómsmálaráðuneytið getur svipt skoðunarstofu eða endurskoðunarverkstæði starfsleyfi, ef skilyrði fyrir leyfisveitingu eru ekki lengur uppfyllt. Sama á við ef skoðunarstofa eða endurskoðunarverkstæði hlítir ekki fyrirmælum ráðuneytisins eða faggildingarsviðs Löggildingarstofu, vanrækir hlutverk sitt og skyldur eða sýnir af sér ítrekaða óvarkárni í starfi. Starfsleyfi fellur sjálskrafa niður, hafi skoðunarstofa eða endurskoðunarverkstæði verið svipt faggildingu sinni.

Skráning og staðfesting á niðurstöðu skoðunar.

30.gr.

Skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði skulu skrá niðurstöður skoðana og aðrar tæknilegar upplýsingar í samræmi við reglur Skoðunarhandbókar í skoðunarvottorð og undirrita það. Niðurstöður skoðunar, staða aksturmælis vélknúins ökutækis og gildi mengunarmælinga skal senda samdægurs til skráningarstofu sem færir inn niðurstöður í heildarskrá.

Til staðfestingar því að skoðun hafi farið fram skal skoðunarstofa eða endurskoðunarverkstæði aupkenna ökutæki með skoðunarmiða í samræmi við niðurstöðu skoðunarinnar, sbr. ákvæði III. kafla.

Hæfniskröfur.

31.gr.

Tæknilegur stjórnandi skoðunarstofu skal vera verkfræðingur eða tæknifræðingur. Undantekningu má þó gera frá því ef viðkomandi hefur aðra menntun og þjálfun sem faggildingarsvið Löggildingatstofu telur fullnægjandi.

Ábyrgaðrmaður fyrir skoðunarstarfsemi á endurskoðunarverkstæði skal hafa lokið fullnaðarprófi í bifvélavirkjun og hafa réttindi sem bifvélavirkjameistari. Dómsmálaráðuneytið getur veitt tímabundna undanþágu frá meistararéttindum.

Skoðunarmaður á skoðunarstofu og endurskoðunarverkstæði skal hafa starfsréttindi í bifvélavirkjun.

Tæknilegur stjórnandi skoðunarstofu má annast skoðun ökutækja, óháð starfsréttindum.

Tæknilegur stjórnandi skoðunarstofu skal ábyrgjast upphafsþjálfun og reglubundna eftirmenntun skoðunarmanna.

Ábyrgðarmaður fyrir skoðunarstarfsemi endurskoðunarverkstæðis, tæknilegur stjórnandi skoðunarstofu og skoðunarmenn á skoðunarstofu eða endurskoðunarverkstæði skulu hafa sótt námskeið þar sem fjallað er um þær reglur sem um skoðun ökutækja gilda. Námskeiðin skulu viðurkennd af faggildingarsviði Löggildingarstofu og skal þeim ljúka með prófi.

Málskot.

32. gr.

Sá sem ekki vill una niðurstöðu skoðunar ökutækis í skoðunarstofu getur, að undangenginni umfjöllunn yfirstjórnar skoðunarstofunnar, skotið úrskurði hennar til dómsmálaráðuneytisins. Á sama hátt getur sá sem ekki vill una niðurstöðu endurskoðunar á endurskoðunarvekstæði, að lokinni umfjöllun yfirstjórnar verkstæðisins, skotið úrskurði þess til dómsmálaráðuneytisins.

. GILDISTAKA.

33. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 60. og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 44 7. maí 1993, svo og með hliðsjón af 16. a tölul. XIII. viðauka við EES samninginn (tilskipun 96/96/EB), öðlast gildi 6. júlí 1998. Ákvæði 4. málsl. 1. mgr. 8. gr. tekur þó ekki gildi fyrr en 1. janúar 1999.

EB gerðin sem vísað er til er birt í EES viðbæti við Stjórnartíðindi EB, 41. hefti 1997, bls. 1-19.

Jafnframt falla úr gildi:

a. Reglugerð um skoðun ökutækja, nr. 80 30. janúar 1997,

b. reglugerð um framkvæmd skoðunar ökutækja, nr. 81 30. janúar 1997 og

c. regluegrð um starfshætti þeirra er annast skoðun ökutækja, nr. 82 30. janúar 1997.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 29. júní 1998.

Þorsteinn Pálsson.

 

VIÐAUKI I.

Um tækjabúnað skoðunarstofa og endurskoðunarverkstæða.

1. gr.

Við framkvæmd skoðunar ökutækja skal skoðunarstofa og endurskoðunarverkstæði hafa yfir að ráða og nota tækjabúnað í samræmi við ákvæði 2. gr. í viðauka þessum. Tæki og búnaður skulu uppfylla þau nákvæmnismörk sem upp eru gefin.

2. gr.

a. Hemlaprófari fyrir bifreiðir og eftirvagna, sem eru 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd, og skráningarskyld tengitæki.

Hemlaprófarinn skal vera hentugur til að nota við hemlaprófun eins og lýst er í Skoðunarhandbók. Hemlakrafta skal vera unnt að mæla fyrir hvert hjól fyrir sig og mismun milli hemlakrafta hvors hjóls sem hlutfall af hærra gildi á ás. Þá skal vera unnt að mæla aflögun hemla.

Allar mæliniðurstöður skulu vera í tölugildum í samræmi við SI mælikerfið og skulu mælisvið og nákvæmni vera í samræmi við leyfileg frávik sem gefin eru upp í Skoðunarhandbók.

Hemlaprófarinn skal að öðru leyti uppfylla eftirfarandi kröfur:

1. Hann skal gerður fyrir a.m.k. 2.000 kg heildarþyngd á ás ökutækis.

2. Viðnámsstuðull milli viðnámsflatar hemlaprófara og hjólbarða skal við skoðun vera a.m.k. 0,55.

3. Hemlaprófari af rúllugerð skal hafa innbyggða skriðvörn þannig að skrið milli hjólbarða og viðnámsflatar verið aldrei meiri en 30%. Verði skrið meira skal skriðvörn rjúfa stýristraum þannig að prófun hætti.

4. Við hemlapróf skal hraði hjóla í snertifleti hjólbarða og viðnámsflatar hemlaprófara vera a.m.k. 2,5 km/klst.

5. Niðurstöður mælinga á kröftum skulu koma fram á tveimur mælum, (fyrir hægri og vinstri hjól) með vísum eða með myndrænni og starfrænni framsetningu. Niðurstöður annarra mælinga skulu settar fram á mælum og/eða í formi útskriftar á pappír. Skjáir eða mælar sklu vera greinilegir aflestrar. Allar skriflegar upplýsingar skulu vera á íslensku.

6. Kvörðun hemlaprófara skal fara fram í samræmi við fyrirmæli framleiðanda.

7. Frávik í mælinákvæmni hemlaprófarans má mest vera 3% miðað við raungildi hemlakrafts í hverjum kvörðunarpunkti.

8. Við kvörðun mæla sem sýna mismun milli hemlakrafta hjóls hægra og vinstra megin á ási skal lægri aflestur vera innan 2,5% fráviksmarka miðað við hæsta aflestur í hverjum kvörðunarpunkti.

9. Hemlaprófari af úllugerð skal búinn ræsivörn sem tryggir að hemlapróf geti því aðeins farið fram að stýristraumur inn á prófara hvors hjóls fyrir sig hafi verið kveiktur og að álag sé á báðum prófurunum í einu.

b. Hemlaprófarinn skal vera hentugur til að nota við hemlaprófun eins og lýst er er Skoðunarhandbók. Hemlakraftar skal vera unnt að mæla fyrir hvert hjól og mismun milli hemlakrafta hvors hjóls sem hlutfall af hærra gildi á ás. Þá skal vera unnt að mæla aflögun hemla og framreikna hemlunargetu í samræmi við forsendur í Skoðunarhandbók.

Allar mæliniðurstöður skulu vera í tölugildum í samræmi við SI mælikerfið og skulu mælisvið og nákvæmni vera í samræmi við leyfileg frávik sem gefin eru upp í Skoðunarhandbók.

Hemlaprófarinn skal að öðru leyti uppfylla eftirfarnadi kröfur:

1. Hemlaprófari af rúllugerð skal gerður fyrir a.m.k. 10.000 kg ásþunga ökutækis.

2. Viðnámsstuðull milli blausts viðnámsflatar hemlaprófara og hjólbarða skal við skoðun vera a.m.k. 0,55.

3. Hemlaprófari af rúllugerð skal hafa innbyggða skriðvörn þannig að skrið milli hjólbarða og viðnámsflatar verði aldrei meira en 30% þegar próf fer fram. Verði skrið meira skal skriðvörn rjúka stýristraum þannig að prófun hætti.

4. Við hemlapróf skal hraði í snertifleti hjólbarða og viðnámsflatar hemlaprófara vera a.m.k. 2 km/klst.

5. Niðurstöður mælinga á kröftum skulu koma fram á tveimur mælum (fyrir hægri og vinstri hjól) með ávísun eða með myndrænni og stafrænni framsetningu. Niðurstöður annarra mælinga skulu settar fram á mælum og/eða í formi útskriftar á pappír. Skjáir eða mælar skulu vera greinilegir aflestrar. Allar skriflegar upplýsingar skulu vera á íslensku.

6. Kvörðun hemlaprófara skal vera í samræmi við fyrirmæli framleiðanda.

7. Frávik í mælinákvæmni hemlaprófarans má mest vera 3% miðað við raungildi hemlakrafts í kvörðunarpunkti.

8. Við kvörðun mæla sem sýna mismun milli hemlakrafta hjóls hægra og vinstra megin á ási skal lægra aflestur vera innan 2,5% fráviksmarka miðað við hæsta aflestur í hverjum kvörðunarpunkti.

9. Hann skal geta reiknað hemlunargetu í samræmi við reiknirelgur sem fram koma í Skoðunarhandbók, Nægilegt er að unnt sé að reikna hemlunargetu út frá mældum þrystingi í hemlakerfi og miðað við leyfða heildarþyngd eða ásþyngd eftir því sem reglur kveða á um.

10. Hemlaprófari af rúllugerð sem notaður er við ökutækjaskoðun skal búinn eftirfarandi öryggisbúnaði:

a. Öryggi í gryfju, þannig að ekki sé unnt að framkvæma hemlapróf ef maður í gryfju er í innan við 1,5 m fjarlægð frá prófaranum.

b. Hemla af rúllugerð skal búinn ræsivörn sem tryggir að hemlapróf geti því aðeins farið fram að stýristraumur inn á prófara hvors hjóls fyrir sig hafi verið kveiktur og að álag sé á báðum prófurunum í einu.

c. Mengunarmælar.

Við mælingar á mengun í útblæstri skal nota mælitæki sem mæla eftirfarandi mengandi gastegundir og efni í útblæstri ökutækja og miðað við eftirfarandi lágmarks mælisvið og mælinæmni:

Efni

Mælisvið

Mælinæmni

Kolsýringur (CO)

0-7% rúmmáls

0,01% rúmmáls

Koltvísýringur (CO2)

0-16% rúmmáls

0,1% rúmmáls

Kolvetni (HC)

0-2000 ppm (einingar)

1 ppm (einingar)

Súrefni (O2)

0-20%% rúmma´ls

0,1% rúmmáls

Lofttala (lambdagildi)

0,8-2,0

0,01

Svertustuðull (K-gildi)

0-5,50 m-1

0,02 m - 1

Ljósgleypni

0-99,9%

0,1%

d. Ljósaskoðunartæki.

Ljósaskoðunartæki skulu búin safnlinsu, færanlegu geislaspjaldi með kvarða sem sýnir niðurvísun aðalljósa, ljóskastara eða þokuljósa í sentimetrum fyrir hverja 10 m. Mælilína á geislaspjaldi skal vera í samræmi við ákvæði í reglugerð um gerð og búnað ökutækja um hæðarvísun ljósgeisla.

Ljósaskoðunartæki skal komið þannig fyrir að halli brautar sem tækið gengur á víki innan við 1 mm fyrir hvernmetra frá láréttu plani og skal svæði það se, ökutæki stendur á við skoðun einnig vera í láréttu plani. Mesta leyfilega frávik frá stöðuplani ökutækis er 2 mm á m.

e. Hljóðstyrksmælir.

Tækið skal a.m.k. uppfylla kröfur skv. staðli DIN/IEC 651, flokkur 3L. Auk þess skal tækið hafa mælisvið a.m.k. 40 - 120 dB(A), geta fest hámraksmæligildi og hafa tvenns konar viðbragðstíma. Tækið skal kvaðrað með þar til gerðum hljóðgjafa.

Hljóðstyrksmælir er ekki krafist á endurskoðunarverkstæði, nema það sé notað af skoðunarstofu til skðunar ökutækja.

f. Hjólþeytir (spinnari) fyrir stór ökutæki.

Hjólþeytir til að snúa hjólum ökutækis sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd skal þannig gerður að hann geti snúið stærstu ódriftengdum hjólum undir bifreið á fullnægjandi hraða sem gefur möguleika á að finna misþyngd á hjóli og/eða skemmdir í legu hjólvalar. Hjólþeytis er ekki krafist á endurskoðunarverkstæði, nema það sé notað af skoðunarstofu til skoðunar ökutækja yfir 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd.

g. Lyfta eða gryfja.

Ökutæki skal annað hvort skoða yfir hentugri gryfju eða lyftu. Fari skoðun fram yfir gryfju skal hún búin lyftara sem hægt er að renna til og lyfta hverjum ási ökutækis fyrir sig, en fari skoðun fram á lyftu skal hún lyfta undir hjól ökutækisins. Lyftan skal hafa búnað til að hreyfa framhjól (hreyfiplötu) og lyfta ásnum. Á gryfju skal vera hreyfiplata. Ekki er krafist heryfiplötu og lyftu sem lyftir undir öll hjól ökutækis á endurskoðunarverkstæði, nema það sé notað af skoðunarstofu til skoðunar ökutækja.

h. Handverkfæri.

Skoðunarstofa sem annast almenna skoðun og úttekt ökutækja skal hafa yfir að ráða öllum nauðsynlegum handverkfærum sem nota þarf við skoðun ökutækja eins og lýst er í reglum þar um. Má nefna nauðsynlegan fjöldda fastalykla, málband, gráðuboga, spennijárn ásamt nauðsynlegum aflestrunarklossum.

Tæki sem notuð eru við skoðun skulu uppfylla kröfur Vinnueftirlits ríkisins um búnað og öryggi.

3. gr.

Skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði skulu framkvæma fyrirbyggjandi viðhald á öllum tækjum sem notuð eru við skoðun. Þá skal kvarða og stilla tæki í samræmi við kröfur í gæðakerfum aðila.

VIÐAUKI II.

Um fyrirkomulag skoðunar ökutækja.

1. gr.

Skoðunarstofur fyrir skoðun ökutækja skiptast í tvo flokka:

a. Skoðunarstofa I skal búin öllum tilskildum tækjum samkvæmt viðauka I, nema hemlaprófara fyrir ökutæki sem eru 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.

b. Skoðunarstofa II skal búin öllum tilskildum tækjum samkvæmt viðauka I, nema hemlaprófa fyrir ökutæki áháð leyfðri heildarþyngd þeirra og hjólþeyti (spinnara).

2. gr.

Í hverju kjördæmi skal vera a.m.k. ein skoðunarstofa I og skal í því sambandi litið á höfuðborgarsvæðinu sem eitt kjördæmi. Faggiltri skoðunarstofu er heimilt að starfrækja skoðunarstofu II í öllum kjördæmum, enda sé vegalengd frá skoðunarstofu I meiri en 80 km. Faggilt skoðunarstofa sem starfrækir eina eða fleiri skoðunarstofur I í tilteknu kjördæmi má starfrækja skoðunarstofu II hvar sem er í kjördæminu.

3. gr.

Hafi skðunarsofa II eða endurskoðunarverkstæði, þar sem skoðunarstofa annast ökutækjaskoðun, tæki til að mæla hemlunarvirkni í akstri (hemlunarklukku) er skoðunarstofunni eða endurskoðunarverkstæðinu heimilt að skoða bifreið sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd og notuð er í sérstök verkefni, enda sé vegalengd frá skoðunarstað að skoðunarstofu I meiri en 50 km og fyrir liggi skriflegt vottorð lögreglu um að bifreiðin sé aðeins notuð á afmörkuðu svæði.

Slökkvibifreið, kranabifreið, námubifreið og beltabifreið má skoða með hemlunarklukku í öðrum tiltækjum án þess að hún sé flutt til skoðunarstofu.

Í skoðunarvottorði skal tilgreina ef hemlunarvirkni ökutækis er mæld í akstri.

Ákvæði til bráðabirgða.

Til 31. desember 1998 er heimilt að:

- skoðunarstofur á skoðunarsvæði í Norðurlandskjördæmi vestra og Austurlandskjördæmi séu flokki II.

- skoða bifreið sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd á skoðunarstofu II sem hefur tæki til að mæla hemlunarvirkni í akstri, sbr. 3. gr., enda sé fjarlægð að næstu skoðunarstofu I yfir 35 km.

- skoðunarstofa II, endurskoðunarverkstæði og annað verkstæði, þar sem skoðunarstofa annast skoðun ökutækja, og skoðunarstofa I utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar, sé ekki búin tæki til að mæla reykþykkni frá dísilhreyfli bifreiðar.

- endurskoðunarverkstæði og annað verkstæði, þar sem skoðunarstofa annast skoðun ökutækja, sé ekki búið hreyfiplötu og hljóðstyrksmæli.

- skoðunarstofur utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar, endurskoðunarverkstæði og önnur verkstæði þar sem skoðunarstofa hefur annast skoðun ökutækja, séu ekki búin tæki til að mæla súrefni í útblæstri og reikna út lofttölu (lambdagildi).

Til 31. desember 2005 er heimilt að skoðunarstofur á skoðunarsvæði í Vestfjarðakjördæmi séu í flokki II, enda verði séð fyrir viðunandi aðstöðu til að mæla hemlun ökutækja sem eru yfir 3.500 kg.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica