Samgönguráðuneyti

304/1993

Reglugerð um sjón, heyrn og heilbrigði skipstjórnarmanna, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum og undirmanna á kaupskipum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um sjón, heyrn og heilbrigði skipstjórnarmanna, vélstjóra og

vélavarða á íslenskum skipum og undirmanna á kaupskipum.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um skilyrði sem gera skal varðandi sjón, heyrn og heilbrigði skipstjórnarmanna, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum og læknisvottorð þar að lútandi. Sömu kröfur skal gera til undirmanna á kaupskipum eftir því sem við á, sbr. 4. mgr. 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985.

2. gr.

1. Siglingamálastofnun ríkisins annast eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.

2. Læknar, sem hafa ótakmarkað lækningaleyfi á Íslandi, geta gefið út læknisvottorð um að skipstjórnarmaður, vélstjóri, vélavörður eöa undirmaður á kaupskipi sé fær um að gegna viðkomandi stöðu af heilsufarsástæðum. Að jafnaði skal heimilislæknir umsækjanda annast læknisskoðunina og gefa út vottorðið.

3. Vottorðin skulu rituð á eyðublöð, sem samgönguráðuneytið lætur í té.

4. Læknisskoðun, sjónpróf og heyrnarpróf skal fara fram, þegar sótt er um inntöku í stýrimannaskóla, vélskóla eða námskeið er veita réttindi til skipstjórnar eða vélstjórnar. Skilyrði fyrir inntöku skulu vera, að umsækjandi fullnægi kröfum 4., 5., 10. og 13. gr. reglugerðar þessarar.

5. Læknisskoðun, sjónpróf og heyrnarpróf skal fara fram fyrir útgáfu og endurnýjun atvinnuskírteinis, á fimm ára fresti. Læknisvottorð skal eigi vera eldra en sex mánaða þegar skírteini er gefið út eða endurnýjað.

6. Læknisskoðun, sjónpróf eða heyrnarpróf skal fara fram fyrir ráðningu undirmanna á kaupskip og síðan eigi sjaldnar en á fimm ára fresti.

7. Umsækjandi skal áður en læknisvottorð er gefið út, sanna með persónuskilríkjum eða á annan fullnægjandi hátt, að hann sé sá sem hann segist vera.

3. gr.

Í augum eða tengdum líffærum skal ekki vera til staðar neitt sjúklegt ástand, sem skert geti hæfni skipstjórnarmanns eða vélstjórnarmanns og ógnað öryggi við skyldustörf.

4. gr.

Skipstjórnarmenn, vélstjórar og vélaverðir skulu sanna með læknisvottorði að þeir hafi a.m.k. þá sjónskerpu, sem hér segir:

Sjónskerpa með eða án
gleraugna eða linsa

Lágmarks sjónskerpa án
gleraugna eða linsa

Betra auga
1,0

0,67



eða

Lakara auga
0,25

0,33

Betra auga
0,2

Lakara auga
0,2

Lestrarsjónskerpa:

Í 30 - 40 cm fjarlægð:
N5 (um það bil 1,5 mm stafahæð hástafa)

Í 100 cm fjarlægð:
N14 (um það bil 4 mm stafahæð hástafa)

5. gr.

Skipstjórnarmenn skulu sanna að þeir hafi óskert sjónsvið og fullkomið litskyggni. Sjónsvið er nægilegt að prófa með hendi eða svonefndri "konfrontationsaðferð" (aðferð Donders). Tekið er fram að hver fjórðungur sjónsviðs skal þannig prófaður frá miðju en ekki í láréttu eða lóðréttu plani.

Litskyggni skal prófað með viðurkenndum litatöflum (Stillings, Ishiharas eða öðrum jafngildum pseudoisochromatískum töflum).

Þá má einnig beita prófun í aðgreiningu hliðarljósa (svonefndri lanternuprófun) en þess skal þá sérstaklega getið á augnvottorði.

Vélstjórar og vélaverðir skulu geta greint mun á rauðum og grænum lit.

6. gr.

Við ofangreint sjónpróf er heimilt að nota gleraugu eða augnlinsur. Sjón skal einnig prófuð án leiðréttingar með glerjum eða linsum og skal sjónskerpan vera minnst 0,2 (6/30) án leiðréttingar.

 

7. gr.

Ef umsækjandi (skírteinishafi) uppfyllir skilyrði 4. gr. um sjónskerpu einungis með gleraugum eða linsum skal honum skylt að nota gleraugu eða linsur og hafa að auki varagleraugu eða varalinsur um borð í skipinu þegar hann er við störf.

8. gr.

Læknir sá, sem prófar, skal spyrja þann, sem prófaður er, um hæfileika hans til að greina hluti í dimmu. Komi eitthvað í ljós við læknisskoðunina er bendi til óeðlilegrar náttblindu, skal umsækjandi (skírteinishafi) gangast undir náttblindupróf (adaptationspróf) og þess getið á sjónvottorðinu. Mikil náttblinda veldur réttindamissi um stundarsakir eða að fullu ef ólæknandi reynist.

9. gr.

Við ákvörðun heyrnar skal notaður heyrnarmælir af gerð sem Heyrnar- og talmeinastöð Íslands metur fullnægjandi. Umsækjanda (skírteinishafa) ber skylda til að veita lækni þeim, sem framkvæmir rannsóknina, réttar upplýsingar um einkenni heyrnardeyfu eða svima hafi þeirra orðið vart. Heyrnarpróf skal framkvæma í kyrrlátu herbergi. Æskilegt er að umsækjandi hafi ekki verið í hávaða í a.m.k. 40 klukkustundir áður en heyrnarpróf fór fram.

10. gr.

Kröfur um lágmarksheyrn skipstjórnarmanna, vélstjóra og vélavarða skulu vera sem hér segir:

Við inngöngu í skóla (a) og
útgáfu atvinnuréttinda í
fyrsta sinn

Kröfur við endurnýjun
réttinda

0,5-1-2
kílórið

3-4
kílórið

0,5-1-2
kílórið án
heyrnartækis
eða með
heyrnartæki

3-4
kílórið án
heyrnartækis
eða með
heyrnartæki

Betra
eyra
25 dB

Lakara
eyra
35 dB

Betra
eyra
35 dB

Lakara
eyra
45 dB

Betra
eyra
35 dB

Lakara
eyra
45 dB

Betra
eyra
45 dB

Lakara
eyra
55 dB

(a) Sbr. 2. gr. lið 4.

11. gr.

Við endurnýjun skírteinis er heimilt að nota heyrnartæki í heyrnarprófinu, en ekki við umsókn í fyrsta sinn eða inngöngu í skóla. Leiki vafi á hvort heyrn umsækjanda sé fullnægjandi samkvæmt ofangreindu má vísa viðkomandi til Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands til frekari heyrnarrannsóknar. Skírteinishafar sem ekki uppfylla skilyrðin nema með heyrnartæki skulu gangast undir heyrnarrannsókn á tveggja ára fresti.

12. gr.

Eftir 20 ára starf má lágmarksheyrn (heyrnarþröskuldur) vélstjóra eða vélavarðar við tíðni yfir 2,0 kílórið (þ.e. við 3,0 eða 4,0 kílórið) vera lakari en samkvæmt 10. gr., svo fremi að heyrnarþröskuldur við tíðni 0,5 1,0 og 2,0 kílórið sé eðlilegur (ekki lakari en 25 dB), enda álíti læknirinn að heyrnarskemmdin sé af völdum hávaða. Í þessum undantekningartilvikum skal heyrnarrannsóknin framkvæmd af sérfræðingi í eyrnasjúkdómum og gerir hann eftir atvikum tillögu um hvort skírteinishafi skuli metinn hæfur eða ekki.

13. gr.

Skipstjórnarmaður, vélstjóri eða vélavörður skal ekki vera haldinn neinum þeim sjúkdómi, t.d. taugasjúkdómi, geðsjúkdómi eða hjartasjúkdómi, sem ógnað geti öryggi skips og áhafnar eða skert verulega hæfni skipstjórnar- eða vélstjórnarmanna í starfi. Það er mat hlutaðeigandi læknis í hverju tilviki hvort sjúkdómur sé þess eðlis eða á því stigi, að skipstjórnarmaðurinn, vélstjórinn eða vélavörðurinn uppfylli þetta skilyrði.

Ef handhafi atvinnuskírteinis verður fyrir slysi eða sjúkdómi, sem skerðir sjón, heyrn eða heilbrigði hans, er honum skylt að gangast undir læknisskoðun til að ganga úr skugga um, að hann uppfylli kröfur reglugerðar þessarar. Uppfylli hann ekki kröfurnar skal fella skírteinið úr gildi. Að lokinni læknismeðferð eða endurhæfingu getur hann sótt um atvinnuskírteini að nýju.

14. gr.

Vilji vottorðsþiggjandi ekki una úrskurði læknis um hæfni til starfa samkvæmt reglugerð þessari hefur hann rétt á að gangast undir læknisskoðun á ný. Skal nefnd er ráðherra skipar og í eru tveir siglingafróðir menn og einn læknir skera úr um hæfni umsækjanda. Gert er ráð fyrir að læknirinn sé sérfróður á því sviði er við á í hverju tilviki. Nefndin sker úr um vafaatriði. Hún getur ekki veitt undanþágu frá ákvæðum 2. til 11. gr. þegar um vottorð í fyrsta eða annað sinn er að ræða, þ.e. við inngöngu í skóla og útgáfu atvinnuréttinda í fyrsta sinn. Ef um vottorð vegna endurnýjunar atvinnuréttinda er að ræða fara heimildir til að veita undanþágu eftir ákvæðum 16. gr. Úrskurði nefndarinnar verður ekki skotið til ráðherra.

15. gr.

Missi skipstjórnarmaður eða vélstjórnarmaður atvinnuréttindi sín vegna ákvæða í reglugerð þessari í kjölfar slyss eða sjúkdóms, getur ráðherra veitt undanþágu frá henni, enda mæli nefnd sú sem um getur í 14. gr. með henni. Undanþágu má fyrst veita 6 mánuðum eftir slys eða sjúkdóm þann er réttindamissinum olli. Aldrei má veita slíka undanþágu sé sjónstyrkur með gleraugum eða augnlinsum undir 6/9 eða 0,67 á betra auga eða því auga sem eftir er hafi annað augað ónýst að fullu. Einnig skal sjónsvið vera óskert á auganu. Ennfremur má aldrei veita undanþágu sé lágmarksheyrn (heyrnarþröskuldur) yfir 35 dB við 0,5 til 2 kílórið og yfir 45 dB við 3 til 4 kílórið á betra eyra eða því eyra sem eftir er hafi annað eyrað ónýst að fullu. Undanþágu samkvæmt þessari grein má einungis veita vönum skipstjórnarmönnum eða vélstjórum.

16. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 12. gr. laga nr. 112/1984 um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, 10. gr. laga nr. 113/1984 um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum og 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 staðfestist hér með til að öðlast gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um sama efni nr. 379/1991 ásamt breytingu nr. 159/1992.

Samgönguráðuneytið, I5. júlí 1993.

Halldór Blöndal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica